Dagar bjóða alhliða lausnir á þeim verkefnum sem falla til í rekstri fasteigna. Umsjón fasteigna krefst starfsfólks með sérþekkingu og réttu verkfærin ásamt góðri verk- og tímastjórnun. Við höfum yfir að ráða öflugum hópi starfsmanna ásamt víðtæku neti samstarfsaðila sem tryggir að við getum skilað þeirri þjónustu sem fasteignin þín og starfsemin sem hún hýsir þarfnast.
Fasteignaumsjónarkerfi Daga tryggir skýra yfirsýn yfir rekstur og viðhaldssögu eignarinnar. Við getum komið að hverskonar viðhaldi og umsjón þinna fasteigna.
Gerð rekstaráætlana og rekstraruppgjör
Gerð viðhaldsáætlunar, viðhald og viðgerðir samkvæmt fyrirliggjandi áætlun og beiðnum.
Færsla bókhalds, reikningagerð, innheimtur, kostnaðareftirlit og greiðsla reikninga
Neyðarþjónusta samkvæmt samkomulagi
Ástandsskoðun og mat á viðhaldsþörf í húseign.
Aðgengi að Þjónustuvef Daga þar sem hægt er að senda verkbeiðnir á einfaldan hátt.
Með þrautþjálfuðu starfsfólki, gæða- og umhverfisvottuðum ræstingalausnum leggjum við okkur fram um að skapa og viðhalda heilsusamlegu, öruggu og aðlaðandi umhverfi á þinni starfsstöð.
Dagar bjóða eigendum og forráðamönnum fasteigna sem falla undir lög um mannvirki 19. gr. – 723/2017 að gegna hlutverki eldvarnarfulltrúa fyrir þeirra hönd og sjá þannig um að virkum eldvörnum sé sinnt.
Eftirlit með húsnæði og tæknikerfum samkvæmt áætlun