Ræstingar

Það skiptir máli að koma vel fyrir. Eitt það fyrsta sem við tökum eftir þegar við komum inn í fyrirtæki eða stofnanir er ásýnd þeirra, yfirbragð og viðmót. Með þrautþjálfuðu starfsfólki, gæða- og umhverfisvottuðum ræstingalausnum leggjum við okkur fram um að skapa og viðhalda heilsusamlegu, öruggu og aðlaðandi umhverfi á þinni starfsstöð.

FÁ TILBOÐ í Þjónustu
HAFA SAMBAND

Daglegar
ræstingar

Dagar bjóða sveigjanlegar lausnir í ræstingum fyrir allar stærðir fyrirtækja og stofnana. Við metum þarfir fyrirtækisins og finnum hagkvæmar lausnir sem falla að þínum óskum. Skýrir verkferlar okkar tryggja framúrskarandi þrif frá fyrsta degi.

Við þjálfum starfsfólkið okkar vel og leggjum áherslu á skýra verkferla. Við notum bestu áhöld, tæki og vélar sem völ er á og Svansvottuð ræstingarefni. Það skilar sér í meiri gæðum í ræstingum og jákvæðum áhrifum á umhverfið.

FÁ TILBOÐ í Þjónustu
  • Sveigjanleg þjónusta sem miðuð er við þarfir hvers viðskiptavinar
  • Starfsmannahald, þjálfun og kennsla í samræmi við ýtrustu kröfur hvers viðskiptavinar
  • Hágæða áhöld, tæki og vélar
  • Svansvottuð ræstingarefni
  • INSTA 800 gæðastaðall

Heilbrigðislausnir

Við erum sérhæfð í þjónustu við heilbrigðisstofnanir. Lausnir okkar byggjast á að tryggja öryggi skjólstæðinga og starfsfólks með skilgreindum þrifum skv. INSTA800 gæðastaðli. Við erum mikilvægur hlekkur í að styðja við heilbrigðisstarfsfólk í sinni vinnu.

Dagar þjónusta heilbrigðisstofnanir, öldrunarheimili, læknastofur, rannsóknarstofur og heilsugæslu.

FÁ TILBOÐ í Þjónustu
  • Þjónusta sniðin að þínum þörfum
  • Þrautþjálfað starfsfólk
  • Skipulegt og skjalfest gæðaeftirlit
  • Hágæða áhöld, tæki og vélar
  • Svansvottuð ræstingarefni
  • INSTA 800 gæðastaðall

Hótelþrif

Við hjálpum hótelum að skapa jákvæða upplifun og auka öryggi gesta og starfsfólks með framúrskarandi ræstingarþjónustu.  

Dagar bjóða heildstæða lausn á þrifum á hótelum. Með úthýsingu á þrifum getur þú breytt föstum kostnaði í breytilegan og mætt þannig álagssveiflum á hagkvæman og öruggan hátt. Við setjum sóttvarnir og hreinlæti í fyrsta sæti og tryggjum öryggi gesta og starfsfólks með vel skilgreindum verkferlum, skjalfestu gæðaeftirliti og innsigli á herbergi, allt eftir þínum óskum. Þjálfun starfsfólks okkar miðar að því að gera upplifun gesta hótelsins sem besta.

FÁ TILBOÐ í Þjónustu
  • Herbergjaþrif
  • Þrif á sameiginlegum svæðum
  • Aðstoð við morgunmat
  • Umsjón með líni og þvottahúsi
  • Stjórnun, stýring, gæðaeftirlit

INSTA 800
gæði

INSTA 800 er árangursmiðað gæðakerfi við ræstingar sem gerir viðskiptavinum kleift að skilgreina tiltekin gæðastig á ræstingar allt eftir þörfum starfseminnar. Viðskiptavinur ákveður gæðastig og tíðni ræstinga fyrir einstök rými og starfsfólk Daga sér til þess að rýmið sé alltaf eins hreint og krafist er. Þannig er kröftunum beint á svæði eftir álagi til að viðhalda stöðugum gæðum og forðast sóun.
Gæðin eru metin með úttektum samkvæmt ákveðinni aðferðafræði sem báðir aðilar þekkja og fá fulltrúar viðskiptavina okkar þjálfun í að meta gæði ræstinga samkvæmt staðlinum.
INSTA 800 gæðastaðall hentar öllum fyrirtækjum sem vilja umfram allt árangur og gæði. Hjá Dögum starfa hundruð einstaklinga sem eru sérþjálfaðir í ræstingum samkvæmt INSTA 800 gæðastaðlinum.
Hafðu samband við sérfræðinga okkar til að kynna þér kosti ræstinga samkvæmt INSTA 800.

Þjarkar og
snjalllausnir

Þrif og ræstingar eru ástríða okkar og hafa verið í yfir 40 ár. Við brennum fyrir að geta boðið viðskiptavinum okkar eftirsóknarverðar lausnir sem hæfa þörfum þeirra og væntingum og létta þeim lífið.

Við erum forvitin og áræðin og fylgjumst vel með framþróun og tæknilausnum með það að markmiði að yfirfæra það sem vel er gert annars staðar inn í okkar starfsemi. Við nærumst á því að leita lausna sem auka verðmætasköpun, gæði og áreiðanleika þjónustunnar. Við erum dugleg að prófa nýjar aðferðir, tæki og tæknilausnir, í góðu samstarfi við viðskiptavini okkar og samstarfsaðila.
 
Hafi þitt fyrirtæki áhuga á að fara í slíka vegferð með okkur þá hvetjum við þig til að hafa samband.

HAFA SAMBAND VEGNA RÆSTINGAÞJÓNUSTU

Loading...