Reglubundið eftirlit, umhirða og viðhald fasteigna og umhverfis þeirra miðar að því að eignin haldi verðgildi sínu og virkni, og þjóni starfseminni og fólkinu sem hún hýsir á öruggan, aðlaðandi og hagkvæman hátt.
Dagar bjóða fjölþættar lausnir og heildstæða þjónustu í umsjón og rekstri fasteigna og umhverfis þeirra, allt eftir þínum þörfum.
Umsjón fasteigna krefst starfsfólks með sérþekkingu, yfirsýn, búnað, tækni og verkstjórn. Ef margir ólíkir aðilar sinna slíku langtímaverkefni tapast oft yfirsýn og samhæfing sem leiðir til sóunar á fjármunum og tíma, veldur rekstrartruflunum og rýrir notagildi eignarinnar.
Sérfræðingar okkar tryggja þér skýra yfirsýn yfir rekstur eignarinnar í gegnum fasteignaumsjónarkerfi Daga þar sem verkbeiðnir eru skráðar og meðhöndlaðar til að tryggja eftirfylgni og rekjanleika verka.
Við höfum langa og víðtæka reynslu, öflugan hóp starfsmanna og net samstarfsaðila og veitum þér þá þjónustu, yfirsýn og athygli sem fasteignin þín og starfsemin sem hún hýsir þarfnast.
Dagar bjóða húsvarðarþjónustu með fastri viðveru á vinnustaðnum þínum, í fullu starfi eða hlutastarfi allt eftir þörfum.
Dagar bjóða húsumsjónarþjónustu fyrir vinnustaði. Lausnin felst í kerfisbundinni umsjón og fyrirbyggjandi eftirliti og viðhaldi á húsnæðinu þannig að virði og virkni eignarinnar sé tryggt. Sérfræðingar okkar í húsumsjón koma á staðinn samkvæmt skilgreindri áætlun, sinna eftirliti og framkvæma fyrirliggjandi verk. Viðskiptavinir fá aðgang að sérfræðingum húsumsjónar í gegnum þjónustuvef til að koma á framfæri verkbeiðnum og fylgjast með framgangi verkefna.
Tryggðu öryggi starfsfólks og rekstrar með því að hafa eldvarnir í lagi í þinni starfsemi. Dagar bjóða eigendum og forráðamönnum fasteigna sem falla undir lög um mannvirki 19. gr. – 723/2017 að gegna hlutverki eldvarnarfulltrúa fyrir þeirra hönd og sjá þannig um að virkum eldvörnum sé sinnt.
Dagar bjóða alhliða lausnir á þeim verkefnum sem falla til í rekstri fasteigna. Umsjón fasteigna krefst starfsfólks með sérþekkingu og réttu verkfærin ásamt góðri verk- og tímastjórnun. Við höfum yfir að ráða öflugum hópi starfsmanna ásamt víðtæku neti samstarfsaðila sem tryggir að við getum skilað þeirri þjónustu sem fasteignin þín og starfsemin sem hún hýsir þarfnast.
Fasteignaumsjónarkerfi Daga tryggir skýra yfirsýn yfir rekstur og viðhaldssögu eignarinnar. Við getum komið að hverskonar viðhaldi og umsjón þinna fasteigna.
Hús Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri, Borgir, er dæmi um heildarlausn Daga í fasteignarekstri og þjónustu við vinnustaði. Borgir eru 5.400 m² einkarekin bygging sem hýsir ýmsa þekkingarstarfsemi. Dagar komu að hönnun og uppbyggingu Borga og hafa, frá því að húsið var tekið í notkun árið 2004, séð um allan rekstur hússins og þjónustu við þá starfsemi sem þar er.