Dagar eru rótgróið en framsækið fyrirtæki með öflugu starfsfólki sem byggir sérhæfingu sína á áratuga reynslu. Dagar eru leiðandi í þjónustu við viðskiptavini og í fremstu röð þegar kemur að ræstingu, hreingerningu, fasteignaumsjón og sérhæfðum vinnustaðalausnum svo sem öryggi, þjónustu og nýjungum. Frá stofnun hafa Dagar hf. verið leiðandi ræstingarfyrirtækja þegar kemur að sjáfbærni, samfélagslegri ábyrgð, umhverfismálum og jafnrétti.
Árið 2024 var ár breytinga og framfara hjá fyrirtækinu með sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð í forgrunni. Mannauðsmál voru í lykilhlutverki og rík áhersla var lögð á fræðslu og þjálfun. Gerðar voru breytingar á skipulagi félagsins og hlutverk og ábyrgð stjórnenda skýrð. Stjórnendaþjálfun var efld til að bæta leiðtogahæfni og stuðla að betri ákvörðunartöku. Með stuðningi og skýrum samskiptum við samstarfsfólk og stjórnendur var leitast við að skapa öruggt og eftirsóknarvert vinnuumhverfi.
Á árinu var boðið upp á fræðslu um jafnréttismál fyrir starfsfólk okkar, þar á meðal hinsegin fræðslu, jafnréttisfræðslu og fræðslu um einelti, kynbundna- og kynferðislega áreitni og ofbeldi (EKKO) og skerpt á stefnu og viðbragðsáætlun við slíkum málum. Markmiðið er að auka vitund um fjölbreytileikan og efla umburðarlyndi. Við viljum að öllum líði vel hjá Dögum og að starfsfólki okkar og þeirra fyrirtækja sem við þjónustum sé mætt af virðingu.
Dagar hlutu á árinu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2024, sem veitt er fyrirtækjum sem sýnt hafa fram á skýran árangur í jafnréttismálum. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) og er markmið verkefnisins að stuðla að auknu jafnvægi kynjanna í æðstu stjórnunarstöðum íslenskra fyrirtækja og stofnana. Viðurkenningin er mikilvæg fyrir Daga og staðfestir framúrskarandi árangur í jafnréttismálum.
Dagar voru eitt af fyrstu fyrirtækjum íslands til að hljóta jafnlaunavottun og í ár fengu Dagar endurvottun á jafnlaunakerfi daga fyrir 2024-2027. Með þessu tryggja Dagar hf. jöfn laun fyrir sömu eða jafn verðmæt störf óháð kynferði eða ómálefnalegum sjónarmiðum.
Tilgangur og umfang
Umhverfisstefnan tekur til allrar starfsemi fyrirtækisins og starfsfólk jafnt sem stjórn skal virða hana í öllum störfum sínum. Dagar bjóða viðskiptavinum upp á umhverfisvottuð efni og aðferðir í ræstingum sem draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Ræstingaþjónusta Daga er Svansvottuð síðan 2009.
Dagar byggja starfsemi sína á þeim grunni að fyrirtækið skapi fjárhagsleg verðmæti án þess að ganga á auðlindir samfélags og umhverfis. Horft er til grunnstoða sjálfbærni, þ.e. umhverfisins, samfélagsins og stjórnarhátta, í öllum stærri ákvarðanatökum.
Dagar eru leiðandi fyrirtæki í sjálfbærni sem skapar öruggt og hvetjandi vinnuumhverfi.
Dagar leggja áherslu á virðingu fyrir umhverfinu og fólki og er til fyrirmyndar í nýjum og sjálfbærum lausnum. Með áherslu á þjálfun og framþróun í starfi er tryggt að allt starfsfólk nái sínum markmiðum og séu hluti af sterkri heild.
Stefna Daga byggir á þremur grunnstoðum: Umhverfi, félagslegum þáttum og stjórnarháttum. Dagar byggja stefnu sína á sex stöðlum úr ESRS sem metnir voru mikilvægastir í mikilvægisgreiningu.
Loftslagsbreytingar (E1)
- Orkuskipti og ferðavenjur
Mengun (E2)
- Efnanotkun
Hringrásarhagkerfi (E5)
- Úrgangur
Eigin mannauður (S1)
- Eftirsóknarverður vinnustaður
Neytendur og endanotendur (S4)
- Þjónusta
Ábyrg starfsemi (G1)
- Fyrirtækjamenning
- Samfélagsáhrif
- Upplýsingagjöf
Loftslagsbreytingar (E1) Dagar hafa allt frá árinu 2022 verið með skýra stefnu í umhverfismálum sem miðar að því að draga úr kolefnisspori, mengun og auka umhverfisábyrgð á öllum sviðum starfseminnar. Stefnan byggir á markmiðum, aðgerðum og lykilmælikvörðum sem ná til allra helstu sviða fyrirtækisins.
Orkuskipti
Dagar leggja áherslu á orkuskipti í starfsemi sinni og ferðavenjum starfsfólks í því skyni að draga úr kolefnisspori, allt frá 2019 hafa Dagar mælt kolefnisspor félagsins í umfangi 1 (Bensín, Díesel, Leigubílar), 2 (Rafmagn & Heitt vatn) og 3 (Flug, Urðun, Losun). En hér sjáum við hvernig það hefur þróast frá 2022.
Á árunum 2018 - 2025 hefur heildarlosun af
starfsemi Daga hf. dregist saman um 51,6%.
Bílafloti
Stefna Daga er að draga enn frekar úr kolefnisspori starfsemi sinnar með áframhaldandi rafvæðingu bílaflota. Markmið okkar er að 70% bílaflotans verði rafbílar árið 2027 og 100% árið 2030.
Árið 2024 voru 50% bílaflotans rafbílar.
Mengun (E2)
Efnanotkun
Ræstingarþjónusta Daga hefur verið Svansvottuð frá árinu 2009, en Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Einnig hafa Dagar haft ISO 14001 umhverfisstjórnunavottun frá árinu 2022. Dagar nota eingöngu umhverfisvottað efni í daglegum ræstingum og hlutfall vottaðra efna hjá Dögum er 98%.
Á árinu tókum við í notkun nýja hreinsiefnalínu í daglegri ræsingum sem þróuð úr plöntuefnum og hefur bæði Evrópublóms- og Cradle to Cradle Gold umhverfisvottanir. Þetta skref gerir okkur kleift að innleiða enn sjálfbærari vinnubrögð í daglegum þrifum, tryggja enn öruggara vinnuumhverfi fyrir starfsfólk okkar, viðskiptavini okkar og skjólstæðinga þeirra.
Með þessari innleiðingu höldum við áfram að vinna markvisst að því að draga úr umhverfisáhrifum í rekstri okkar og stuðla að heilsu og vellíðan starfsmanna og notenda þeirra rýma sem við þjónustum. Markmiðið Daga er að öll starfsemi þess verði ISO 14001 vottuð árið 2026.
Hringrásarhagkerfi (E5)
Úrgangur
Dagar hafa markvisst unnið að því að minnka magn úrgangs og auka endurvinnsluhlutfall undanfarin ár. Stefna Daga er að auka enn frekar endurvinnslu og minnka magn úrgangs þannig að endurvinnsluhlutfall verði 75% árið 2027. Markmiðið fyrir árið 2024 var 55%.
ÁRIÐ 2024 VAR
ENDURVINNSLUHLUTFALLið 53%.
Starfsfólk Daga er þjálfað í að fylgja flokkunaleiðbeiningum. Lögð er rík áhersla á að starfsfólk okkar flokki rétt hjá viðskiptavinum Daga. Þar að auki höldum við áfram að vinna markvisst að því að vanda innkaup, m.t.t. magns og umfangs umbúða á því sem keypt er inn.
Eigin mannauður (S1)
Eftirsóknarverður vinnustaður
Markmið Daga er að vera aðlaðandi vinnustaður og fyrsta val starfsfólks í sambærilegum geira þar sem jafnrétti, öryggi, fræðsla og starfsþróun eru höfð að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á að hjálpa starfsfólki okkar að eflast og vaxa svo viðskiptavinir okkar geri það líka.
Jafnrétti og fjölbreytileiki
Jafnréttisstefna Daga gengur út á að tryggja að starfsfólki sé ekki mismunað á grundvelli kynþáttar, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, aldurs, kynhneigðar eða kynvitundar. Markmið stefnunnar er að viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum fyrir alla. Við leggjum áherslu á faglegt verklag, að öllum sé mætt af virðingu og sanngirni. Hjá Dögum starfa einstaklingar af u.þ.b. 40 mismunandi þjóðernum, við erum stolt af því að vera fjölmenningarlegt fyrirtæki og leggjum áherslu á virðingu fyrir fjölbreytileika og ábyrgð okkar þegar kemur að fræðslu, þjálfun og upplýsingaflæði.
Dagar bjóða öllu starfsfólki sínu upp á íslenskunám í gegnum Bara tala íslenskunámsappið. Dagar voru fyrsta fyrirtækið sem gerði samning við Bara tala og að staðaldri eru um 200 starfsmenn sem nýta sér það.
Árið 2024 voru 270 VIRKIR NOTENDUR
Í BARA TALA APPINU.
Kynbundinn launamunur
Dagar voru eitt af fyrstu fyrirtækjum á íslandi til að hljóta jafnlaunavottun og á árinu fengum við endurvottun jafnlaunavottunar 2024-2027, sem staðfestir skuldbindingu okkar til sömu launa fyrir sambærileg störf. 2024 er 0.7% körlum í vil.
Aðgerðir gegn mismunun
Dagar leggja áherslu á að skapa öruggt og hvetjandi starfsumhverfi og eru með skýra stefnu og viðbragðsáætlun er varða einelti, kynbundna- og kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustað. Reglulega er boðið upp á námskeið um heilbrigð og jákvæð samskipti á vinnustað.
Árið 2024 var áhersla lögð á jákvæð og uppbyggileg samskipti á vinnustað og boðið var upp á Jafnréttisfræðslu, Hinsegin fræðslu og fræðslu um öráreiti. Skerpt var á stefnu og ferlum er varða einelti, kynbundna- og kynferðislega áreitni og ofbeldi (EKKO) og stjórnendur og starfsfólk fengu viðeigandi fræðslu.
Með þessum skýru áherslum tryggjum við að Dagar sé vinnustaður þar sem jafnrétti, vellíðan og starfsþróun eru í fyrirrúmi.
Neytendur og endanotendur (S4)
Þjónusta
Markmið Daga er að vera leiðtogi í þjónustu á okkar markaði með því að veita framúrskarandi þjónustu sem eflir viðskiptasambönd. Einn af vegvísum Daga er að við trúum á samstarf, öxlum ábyrgð og bjóðum klæðskerasniðnar heildarlausnir.
Dagar bjóða þjónustuþjálfun fyrir þjónustustjóra og framlínustarfsfólk.
Gullna brosið er viðurkenning sem starfsfólki Daga er veitt fyrir framúrskarandi þjónustu. Viðurkenningin byggist á jákvæðri endurgjöf viðskiptavina og tilnefningum samstarfsfólks sem vilja leggja áherslu á góða frammistöðu og þjónustulund.
Dagar framkvæma árlega þjónustukannanir til að meta ánægju viðskiptavina þar sem 500 tengiliðir hjá viðskiptavinum Daga svara spurningum er snúa að þjónustu Daga.
DAGAR FRAMKVÆMA ÁRLEGA ÞJÓNUSTUKÖNNUN OG ÁRIÐ 2024
VAR HEILDARÁNÆGJA VIÐSKIPTAVINA MJÖG GÓÐ EÐA 4 AF 5 MÖGULEGUM.
Fyrirtækjamenning
Dagar byggja upp og hlúa að jákvæðri fyrirtækjamenningu þar sem starfsfólk upplifir að það tilheyri og hafi jöfn tækifæri til að vaxa og þróast. „Við tökum forystu og aðgreinum okkur með skapandi hugsun, hugrekki og frumkvæði“
Framkvæmdar eru mánaðarlegar mannauðsmælingar þar sem ýmsir þættir er snúa að líðan og upplifun starfsfólks er mæld Meðal þess sem er mælt eru þættir eins og tækifæri til vaxtar, aðbúnaður, starfsánægja, heilsa og vellíðan og hversu vel starfsfólk samsamar sig fyrirtækinu.
Mælingarnar eru á skalanum 1-10 þar með talin starfsánægja. Markmið okkar er að starfsánægja mælist yfir 7,6 og svarhlutfall sé gott eða yfir 60%.
Hjá okkur starfa einstaklingar af u.þ.b. 40 mismunandi þjóðernum og er lögð áhersla á virðingu fyrir fjölbreytileika og ábyrgð okkar þegar kemur að fræðslu, þjálfun og upplýsingamiðlun.
Allt starfsfólk Daga fær aðgang að Daga appinu þar sem upplýsingamiðlun, þjálfun og fræðsla fer fram. Hægt er að stilla Daga Appið á þrjú mismunandi tungumál og upplýsingamiðlun, fræðsla og þjálfunarmyndbönd fara ýmist fram á öllum tungumálunum eða eru textuð.
Meðal fræðslu sem boðið var uppá í Daga appinu árið 2024 var skyldufræðsla á borð við Þrif 101 og nýliðafræðsla, en önnur fræðsla sem var vel sótt á árinu og nýttist starfsfólki vel var lestur launaseðla, landneminn og heilsusprettur.
Mikil áhersla er lögð á að starfsfólk nýti sér Daga appið og mælum við hlutfall virkra notenda þar.
ÁRIÐ 2024 VAR HLUTFALL VIRKRA
NOTENDA Í DAGA APPINU 76%.
Samfélagsáhrif
Dagar styðja við jákvæða útboðsmenningu með áhrifum sínum og stuðla að því að greinin greiði rétt laun í stórum útboðum.
Upplýsingagjöf
Dagar vinna markvisst eftir skýrri og virkri sjálfbærnistefnu sem upplýst er um til innri og ytri hagaðila. Fjárhagsleg, umhverfisleg og félagsleg upplýsingagjöf er metin til jafns.