Við hjá Dögum vitum hversu mikils virði það er fyrir starfsfólk okkar að hafa grunnþekkingu í íslensku, bæði í daglegu lífi og í starfi. Í gegnum tíðina höfum við stutt við íslenskukennslu starfsfólks okkar með íslenskunámskeiðum og nýlega tókum við í notkun Bara tala appið með það að markmiði að gera þeim kleift að læra íslensku á einfaldan og aðgengilegan hátt.
Móttökurnar hafa verið framar öllum vonum og eru 16% starfsfólks okkar byrjuð að nýta sér forritið og hafa á 90 klukkustundum klárað um það bil 4,000 íslenskuæfingar – allt á þeim tímapunktum sem hentar hverjum og einum.
Í dag, 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert, með það að markmiðiað minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð. Í ár er þema viku íslenskunnar að auka meðvitund og umræðu umíslenska tungu og fagna því sem vel er gert í þágu tungumálsins.
Við óskum öllum til hamingju með daginn og við hlökkum til að halda áfram að gera okkar til að halda tungumálinu okkar á lofti.
Við óskum landsmönnum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári 🎄
Umhverfis- og öryggisvika Daga var haldin dagana 2.–6. desember með það að markmiði að efla öryggis- og umhverfisvitund starfsfólks með fræðslu og nærandi samveru.
500 stærstu 2023/2024, bók Frjálsrar Verslunar, kom út í síðustu viku. Þar ræddi Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Daga, við blaðamann um þróun starfsemi fyrirtækisins á undanförnum árum.