Fréttatilkynning frá Dögum

Í ljósi fréttaflutnings, vilja Dagar árétta að fyrirtækið greiðir laun í samræmi við gildandi kjarasamninga og allar kjarasamningsbundnar hækkanir hafa verið framkvæmdar undantekningarlaust. Dagar fordæma hvers konar brot á réttindum starfsfólks.

Nýlegar breytingar á ráðningarsamningum ákveðins hóps starfsfólks Daga hafa snúið að verkefnum sem greitt hefur verið fyrir sem tímamælda ákvæðisvinnu. Dagar eru að færa sig úr því fyrirkomulagi. Sú breyting mun bæta starfsskilyrði - gera starfsfólki kleift að sinna sínum verkum á eðlilegum hraða og njóta kjarasamningsbundinna réttinda s.s. neysluhléa og matartíma. Umræddar breytingar hafa verið kynntar vel fyrir starfsfólki og framkvæmd þeirra er með réttum og löglegum hætti.

Dagar eru í fararbroddi þegar kemur að starfsumhverfi ræstingarfólks og unnu við gerð síðustu kjarasamninga þétt með stéttarfélögum og öðrum aðilum vinnumarkaðarins að því að bæta kjör starfsfólks í þessari undirstöðuþjónustugrein. Þar náðist að leiðrétta kjör ræstingarfólks og því ber að fagna.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
21
.
March
2025

Dagar taka sjálfbærni skrefi lengra með SURE hreinsiefnum

Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.

LESA FRÉTT
3
.
March
2025

Bilun í símkerfi mánudaginn 3. mars

Vegna bilunar í símkerfi mánudaginn 3. mars viljum við benda fólki að senda fyrirspurnir með tölvupóst á mottaka@dagar.is.

LESA FRÉTT
17
.
February
2025

Viðhald gólfa á veturna

Veturinn er krefjandi árstíð þegar kemur að viðhaldi gólfa, enda berst oft inn snjór, salt og sandur sem hefur slæm áhrif á yfirborð gólfa.

LESA FRÉTT