Í ljósi fréttaflutnings, vilja Dagar árétta að fyrirtækið greiðir laun í samræmi við gildandi kjarasamninga og allar kjarasamningsbundnar hækkanir hafa verið framkvæmdar undantekningarlaust. Dagar fordæma hvers konar brot á réttindum starfsfólks.
Nýlegar breytingar á ráðningarsamningum ákveðins hóps starfsfólks Daga hafa snúið að verkefnum sem greitt hefur verið fyrir sem tímamælda ákvæðisvinnu. Dagar eru að færa sig úr því fyrirkomulagi. Sú breyting mun bæta starfsskilyrði - gera starfsfólki kleift að sinna sínum verkum á eðlilegum hraða og njóta kjarasamningsbundinna réttinda s.s. neysluhléa og matartíma. Umræddar breytingar hafa verið kynntar vel fyrir starfsfólki og framkvæmd þeirra er með réttum og löglegum hætti.
Dagar eru í fararbroddi þegar kemur að starfsumhverfi ræstingarfólks og unnu við gerð síðustu kjarasamninga þétt með stéttarfélögum og öðrum aðilum vinnumarkaðarins að því að bæta kjör starfsfólks í þessari undirstöðuþjónustugrein. Þar náðist að leiðrétta kjör ræstingarfólks og því ber að fagna.
Dagar hf. hafa nú birt sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024, þar sem gerð er grein fyrir helstu markmiðum, aðgerðum og árangri fyrirtækisins í loftslags- og umhverfismálum.
Nú á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá stjórnendum og samstarfsfólki.
Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.