Fagmennska í framkvæmd

Dagar eru framsækið en rótgróið fyrirtæki og saga okkar nær allt aftur til ársins 1980. Hjá Dögum starfa um 750 einstaklingar um allt land.

Sérhæfing okkar byggir á áratuga reynslu, framsækni og frábæru starfsfólki. Við höfum einsett okkur að vera í fremstu röð í ræstingum og þrifum, fasteignaumsjón, vinnustaðalausnum þegar kemur að þjónustustigi, öryggi og nýjungum.

Virk þátttaka og helgun starfsfólks er lykillinn að velgengni okkar. Árangur okkar er drifinn áfram af metnaði og knýjandi þörf fyrir að leita sífellt leiða til að gera betur, auka gæði og draga úr sóun ásamt forvitni okkar, frumkvæði og aga við að þróa nýjar þjónustulausnir sem viðskiptavinir okkar kunna að meta.

HAFA SAMBAND

Fréttir

11
.
November
2024

Dagar endurnýja samning við Bara tala

Dagar hafa endurnýjað samning sinn við íslenskunámsappið Bara tala vegna mikillar ánægju starfsfólks. Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni sem gerir notendum kleift að æfa íslensku í gegnum samtöl og fá endurgjöf í rauntíma.

LESA FRÉTT
1
.
November
2024

Dagar í hópi framúrskarandi fyrirtækja samkvæmt Creditinfo

Við hjá Dögum erum afar stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2024.

LESA FRÉTT
17
.
October
2024

„Ég er hraust, ég er sterk, ég get þetta!“

Heiða er 58 ára og hefur starfað sem þjónustustjóri hjá Dögum og ISS, forvera þess, frá 2008. Heiða greindist með brjóstakrabbamein árið 2021 og gekk í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð en hefur verið krabbameinslaus frá því í byrjun árs.

LESA FRÉTT
17
.
October
2024

Dagar eru fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri

Dagar hlutu viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2024, sem veitt er af Keldunni og Viðskiptablaðinu árlega. Vottunin er veitt þeim fyrirtækjum sem sýna fram á sterkan rekstur og uppfylla ströng skilyrði.

LESA FRÉTT
15
.
October
2024

Dagar hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Dagar hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2024, sem veitt er fyrirtækjum sem sýnt hafa fram á skýran árangur í jafnréttismálum. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA).

LESA FRÉTT
11
.
October
2024

Gullna brosið afhent til framúrskarandi starfsfólks

Á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá samstarfsfólki.

LESA FRÉTT
1
.
October
2024

Ómetanlegt að ferðast um heiminn og víkka sjóndeildarhringinn

Neringa Ziukaite, þjónustustjóri, hefur starfað hjá Dögum í tvö ár. Ferðalög eru hennar stærsta áhugamál og hún reynir að ferðast eins mikið og hún getur.

LESA FRÉTT
27
.
September
2024

Gluggaþvottameistari Daga 2024

Á dögunum héldu Dagar Meistaramót í gluggaþvotti, þar sem rúmlega 20 manns kepptu um titilinn Gluggaþvottameistari Daga 2024. Keppnin var hörkuspennandi og skemmtileg, þar sem starfsfólk úr ýmsum deildum fyrirtækisins spreytti sig.

LESA FRÉTT
23
.
September
2024

Nærandi samskipti

Nærandi samskipti eru hluti af því að skapa nærandi umhverfi fyrir hvers konar starfsemi. Fögnum hugmyndum, beitum virkri hlustun og veitum uppbyggilega endurgjöf. Þannig styrkjum við tengsl og stuðlum að nærandi starfsumhverfi.

LESA FRÉTT