Í nærandi vinnuumhverfi þarf vinnustöð starfskrafts að vera hrein, örugg og vel við haldið. Nútímaleg og vönduð vinnuaðstaða stuðlar að vellíðan og ánægju á vinnustað. Það getur aukið starfsánægju að eiga val um hvar og hvenær starfsfólk sinnir störfum sínum og mikilvægt að tryggja stöðugt vinnuumhverfi, aðgengi að búnaði og upplýsingum, óháð staðsetningu.
Hafa ber í huga að bjóða upp á fjölbreyttar útgáfur af vinnustöðvum, þ.e. næðisrými, lestrarrými, símaklefa og hópvinnurými. Einnig er mælt með að skapa opið rými fyrir starfsfólk, með aðgengi að hollu fæði og drykkjarföngum og hvetja þannig starfsfólk til að taka sér hvíld frá vinnustöðinni og sinna félagslegum samskiptum.
Dagar skapa nærandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.
Dagar hafa endurnýjað samning sinn við íslenskunámsappið Bara tala vegna mikillar ánægju starfsfólks. Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni sem gerir notendum kleift að æfa íslensku í gegnum samtöl og fá endurgjöf í rauntíma.
Við hjá Dögum erum afar stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2024.
Heiða er 58 ára og hefur starfað sem þjónustustjóri hjá Dögum og ISS, forvera þess, frá 2008. Heiða greindist með brjóstakrabbamein árið 2021 og gekk í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð en hefur verið krabbameinslaus frá því í byrjun árs.