9-5: Besti tími dagsins

Í nærandi vinnuumhverfi þarf vinnustöð starfskrafts að vera hrein, örugg og vel við haldið. Nútímaleg og vönduð vinnuaðstaða stuðlar að vellíðan og ánægju á vinnustað. Það getur aukið starfsánægju að eiga val um hvar og hvenær starfsfólk sinnir störfum sínum og mikilvægt að tryggja stöðugt vinnuumhverfi, aðgengi að búnaði og upplýsingum, óháð staðsetningu.

Hafa ber í huga að bjóða upp á fjölbreyttar útgáfur af vinnustöðvum, þ.e. næðisrými, lestrarrými, símaklefa og hópvinnurými. Einnig er mælt með að skapa opið rými fyrir starfsfólk, með aðgengi að hollu fæði og drykkjarföngum og hvetja þannig starfsfólk til að taka sér hvíld frá vinnustöðinni og sinna félagslegum samskiptum.‍

Dagar skapa nærandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
16
.
September
2024

Haustverkin utanhúss

Fyrirbyggjandi viðhald tryggir verðgildi og virkni fasteigna, auk öryggis og vellíðunar þeirra sem nýta þær. Þegar haustið nálgast er mikilvægt að undirbúa ytra umhverfi fasteigna með viðeigandi aðgerðum.

LESA FRÉTT
3
.
September
2024

Haustverkin innanhúss

Reglulegt viðhald á innra umhverfi fasteigna er lykill að því að varðveita verðgildi og virkni þeirra, auk þess að tryggja öryggi og vellíðan. Hér snertum við á nokkrum punktum sem gott er aðhafa í huga þegar kemur að innra umhverfi fasteigna.

LESA FRÉTT
22
.
August
2024

„Ég hef mest gaman af að vera innan um fólk“

Auður Jacobsen hefur alltaf haft gaman af að vinna. Hún er sextíu og átta ára gömul og ekki á þeim buxunum að fara á eftirlaun.

LESA FRÉTT