Daga-app – Stafrænt samfélag fyrir starfsfólk

Við erum stolt af Daga-appinu, stafrænu samfélagi sem var þróað sérstaklega til að bæta samskipti og auka aðgengi starfsfólks að mikilvægum upplýsingum. Appið, sem er bæði í boði fyrir snjallsíma og sem vefútgáfa, hefur verið notað í rúm tvö ár og sameinar öll helstu tæki og tól sem starfsfólk Daga þarf til að auðvelda störf sín og viðhalda sterkum tengslum á vinnustaðnum.

Allt á einum stað

Daga-appið er meira en hefðbundinn innri vefur – það er fjölbreytt stafrænt samfélag sem tengir saman starfsfólk á öllum sviðum fyrirtækisins. Með appinu getur starfsfólk:

Fengið grunn- og viðbótarfræðslu, bæði áður en störf hefjast og á meðan starfið stendur yfir.

Fylgst með fréttum fyrirtækisins í rauntíma.

Spjallað við samstarfsfólk og deilt myndum.

Keypt og selt hluti á nytjamarkaði.

Tekið þátt í könnunum og verkefnum tengdum vinnunni.

Þjálfun og fræðsla á þægilegan hátt

Eitt helsta markmið appsins er einfalt aðgengi að þjálfun og fræðslu sem eflir hæfni og þekkingu starfsfólks. Þannig tryggjum við að öll séu vel undirbúin fyrir störf sín og geti stundað símenntun á sínum forsendum.

Sterkari tengsl og samvinna

Appið auðveldar samskipti starfsfólks, hvort sem það er í gegnum spjall, myndadeilingu eða samstarfsverkefni. Nytjamarkaðurinn er vinsæl viðbót sem hvetur til umhverfisvænnar nýtingar og hagkvæmni með kaupum og sölum innan fyrirtækisins.

Nútímalegt og aðgengilegt

Daga-appið er hannað með einfaldleika og notendavænt viðmót að leiðarljósi. Með aðgengi í símanum og öllu á einum stað er það fullkomið tæki fyrir nútímalegan vinnustað sem vill byggja upp sterka og samheldna starfsmenningu.

Fjölbreytni og ábyrgð í fræðslu

Hjá Dögum starfa einstaklingar af um 40 mismunandi þjóðernum, og því er lögð mikil áhersla á virðingu fyrir fjölbreytileikanum og ábyrgð í upplýsingamiðlun og fræðslu. Allt starfsfólk hefur aðgang að Daga-appinu, þar sem hægt er að stilla það á þrjú tungumál. Fræðsla og þjálfunarmyndbönd eru ýmist textuð eða í boði á öllum tungumálum.

Árið 2024 voru í boði fjölbreyttar skyldufræðslur eins og Þrif 101, EKKO fræðsla (einelti, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og ofbeldi) og nýliðafræðsla, auk vinsælla námskeiða um lestur launaseðla, landnemaverkefni og heilsuspretti.

Há virkni og stöðug þróun

Virkni starfsfólks í appinu er forgangsmál, og árangurinn er mældur reglulega. Þátttakan hefur verið framúrskarandi, en áskorunin felst í að viðhalda þeirri virkni til lengri tíma – verkefni sem við höldum ótrauð áfram að vinna að.

Daga-appið styrkir starfsmenningu, eflir tengsl og eykur starfsánægju. Þetta stafræna samfélag færir starfsfólk nær hvert öðru og auðveldar dagleg störf, sem stuðlar að betri upplifun á vinnustaðnum.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
18
.
February
2025

Fréttatilkynning frá Dögum

Í ljósi fréttaflutnings, vilja Dagar árétta að fyrirtækið greiðir laun í samræmi við gildandi kjarasamninga og allar kjarasamningsbundnar hækkanir hafa verið framkvæmdar undantekningarlaust.

LESA FRÉTT
17
.
February
2025

Viðhald gólfa á veturna

Veturinn er krefjandi árstíð þegar kemur að viðhaldi gólfa, enda berst oft inn snjór, salt og sandur sem hefur slæm áhrif á yfirborð gólfa.

LESA FRÉTT
29
.
January
2025

Dagar eru vinnustaður í fremstu röð 2024

Dagar eru meðal þeirra vinnustaða sem uppfylla skilyrði Moodup til að hljóta viðurkenninguna „Vinnustaður í fremstu röð 2024“.

LESA FRÉTT