Dagar eru fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri

Dagar hlutu viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2024, sem veitt er af Keldunni og Viðskiptablaðinu árlega. Vottunin er veitt þeim fyrirtækjum sem sýna fram á sterkan rekstur og uppfylla ströng skilyrði.

Í ár voru 1.643 fyrirtæki, þar á meðal 30 opinber fyrirtæki, valin á listann yfir fyrirmyndarfyrirtæki. Þetta er aukning frá síðasta ári, þegar 1.445 fyrirtæki komust á listann, þar af 38 opinber fyrirtæki. Blaðið, sem inniheldur listann, er opið öllum og í því má finna fjölbreytt viðtöl, greiningar og gagnlegt talnaefni. Hér er hægt að skoða blaðið á vefnum.

Til þess að komast á listann þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði. Meðal þeirra eru eftirfarandi:

  • Skila ársreikningi fyrir rekstrarárin 2023 og 2022, auk þess að rekstrarárið 2021 er notað til viðmiðunar.
  • Hafa jákvæða afkomu á rekstrarárunum 2023 og 2022.
  • Tekjur þurfa að vera yfir 45 milljónir króna árið 2023 og yfir 40 milljónir króna árið 2022.
  • Eignir þurfa að vera yfir 80 milljónir króna í lok áranna 2023 og 2022.
  • Eiginfjárhlutfall þarf að vera yfir 20%, nema í tilviki banka.

Við valið er einnig tekið tillit til fleiri þátta sem metnir eru af Viðskiptablaðinu og Keldunni.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
21
.
March
2025

Dagar taka sjálfbærni skrefi lengra með SURE hreinsiefnum

Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.

LESA FRÉTT
3
.
March
2025

Bilun í símkerfi mánudaginn 3. mars

Vegna bilunar í símkerfi mánudaginn 3. mars viljum við benda fólki að senda fyrirspurnir með tölvupóst á mottaka@dagar.is.

LESA FRÉTT
18
.
February
2025

Fréttatilkynning frá Dögum

Í ljósi fréttaflutnings, vilja Dagar árétta að fyrirtækið greiðir laun í samræmi við gildandi kjarasamninga og allar kjarasamningsbundnar hækkanir hafa verið framkvæmdar undantekningarlaust.

LESA FRÉTT