Við hjá Dögum erum afar stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2024. Viðurkenning var veitt miðvikudaginn 30. október og að þessu sinni voru 1.131 fyrirtæki á listanum, sem samsvarar um 2,5 prósentum allra virkra fyrirtækja í landinu. Creditinfo hefur í 15 ár veitt íslenskum fyrirtækjum þessa vottun fyrir framúrskarandi árangur og stöðugleika.
Til að teljast framúrskarandi þarf fyrirtæki að byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og stuðla að bættum hag allra, ásamt því að uppfylla strangar kröfur um stöðugleika, sjálfbærni og nýsköpun. Við erum bæði þakklát og stolt af okkar framúrskarandi starfsfólki, sem gerir okkur kleift að ná þessum árangri.
Í tilefni vottunarinnar var fjallað um starfsemi Daga í blaðinu Framúrskarandi fyrirtæki 2024. Ingigerður Erlingsdóttir, sviðstjóri fasteignaumsjónar, ræddi þar við blaðamann um starfsemina og þær jákvæðu breytingar sem hafa átt sér stað á síðustu misserum.
Við óskum landsmönnum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári 🎄
Umhverfis- og öryggisvika Daga var haldin dagana 2.–6. desember með það að markmiði að efla öryggis- og umhverfisvitund starfsfólks með fræðslu og nærandi samveru.
500 stærstu 2023/2024, bók Frjálsrar Verslunar, kom út í síðustu viku. Þar ræddi Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Daga, við blaðamann um þróun starfsemi fyrirtækisins á undanförnum árum.