Dagar - Nýtt nafn með bros á vör

ISS Ísland kynnti í dag nýtt nafn á fyrirtækið sem tekur við eftir umfangsmikla endurskipulagningu og stefnumótun í kjölfar eigendaskipta á síðasta ári.  Dagar er nýtt nafn og vísar það til framtíðar og sífellt fjölbreyttari verkefna fyrirtækisins, ekki aðeins í alhliða ræstingum, heldur og veitingum, fasteignaumsjón og fasteignarekstri.

„Það koma tímamót í öllum fyrirtækjarekstri þar sem horfa þarf til framtíðar. Í kjölfar söluferlis ISS í fyrra fórum við í viðamikla stefnumótun með nýjum eigendum. Hluti af þeirri stefnumótun var að endurskoða nafn og útlit fyrirtækisins og okkar niðurstaða var að kynna nýtt nafn og það var Dagar, sem varð fyrir valinu. Við erum daglega að leysa ýmis konar verkefni fyrir okkar viðskiptavini með bros á vör og hver dagur er tækifæri til að gera betur.  Við erum því mjög ánægð með nýja nafnið, okkur finnst það eiga vel við okkar starfsemi“ segir Guðmundur Guðmundsson, forstjóri Daga.

Saga fyrirtækisins nær aftur til ársins 1980 þegar Ræstingarmiðstöðin sf. var stofnuð, en hún varð síðar að ræstingardeild Securitas. Aldamótaárið 2000 keypti alþjóðlega fyrirtækið ISS A/S ræstingardeild Securitas og árið 2017 keyptu svo stjórnendur fyrirtækisins, ásamt hópi innlendra og erlendra fjárfesta, allt hlutafé fyrirtækisins.

„Starfsemi Daga verður sífellt umfangsmeiri og hjá okkur starfa nú liðlega 800 starfsmenn. Við erum með starfsemi á 20 stöðum á landinu, ræstum rúmlega 722.000 fermetra hjá um 600 viðskiptavinum.  Þá erum við með  fjölmarga viðskiptavini í fasteignaumsjón og sjáum um húsumsjón og rekstur fasteigna.  Þá hefur veitingasviðið stækkað og dafnað og nú framreiðum við um 50.000 máltíðir á mánuði fyrir fyrirtæki og stofnanir,“ segir Guðmundur.

Nýja nafnið var kynnt með viðhöfn fyrir starfsmönnum síðdegis og kom þar fram að áfram verði byggt á þeim gildum og siðareglum sem fyrirtækið hefur tileinkað sér í alþjóðlegu rekstrarumhverfi og unnið verði áfram af miklum metnaði undir ströngu gæðaeftirliti með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi. Dagar verða áfram með samstarfssamning við alþjóðafyrirtækið ISS. Vel skilgreindir verkferlar og sveigjanleiki fari hönd í hönd og þótt sólarhringurinn sé ætíð 24 klukkustundir séu engir tveir dagar eins.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
11
.
November
2024

Dagar endurnýja samning við Bara tala

Dagar hafa endurnýjað samning sinn við íslenskunámsappið Bara tala vegna mikillar ánægju starfsfólks. Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni sem gerir notendum kleift að æfa íslensku í gegnum samtöl og fá endurgjöf í rauntíma.

LESA FRÉTT
1
.
November
2024

Dagar í hópi framúrskarandi fyrirtækja samkvæmt Creditinfo

Við hjá Dögum erum afar stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2024.

LESA FRÉTT
17
.
October
2024

„Ég er hraust, ég er sterk, ég get þetta!“

Heiða er 58 ára og hefur starfað sem þjónustustjóri hjá Dögum og ISS, forvera þess, frá 2008. Heiða greindist með brjóstakrabbamein árið 2021 og gekk í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð en hefur verið krabbameinslaus frá því í byrjun árs.

LESA FRÉTT