Dagar skapa nærandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar

Degar eru rótgróið fyrirtæki á íslenskum markaði en þar starfa tæplega 800 manns á þremur stöðum á landinu.

Dagar eru leiðandi þjónustufyrirtæki í fasteignaumsjón, ræstingum og hreingerningum. „Okkar markmið er að mæta þörfum viðskiptavina okkar með viðhorfi og þjónustuframboði sem léttir þeim lífið,“ segir Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Daga.

Fyrirtækið er framsækið en rótgróið á íslenskum markaði en þar starfa tæplega 800 manns á þremur stöðum á landinu; í Garðabæ, Reykjanesbæ og á Akureyri.

Sjá um húsið fyrir þig

Upphaflega sérhæfðu Dagar sig í ræstingum en starfsemin hefur þróast mikið á síðustu árum. Sífellt meiri eftirspurn er eftir heildrænni fasteignaumsjón og tengdri þjónustu samhliða ræstingunum. Þjónustan er þá metin og sniðin að hverju fyrirtæki fyrir sig.

„Aukið þjónustuframboð og fasteignaumsjón hefur mælst mjög vel fyrir. Það sparar viðskiptavinum okkar ansi mörg handtök að við sjáum um húsið fyrir þá, þá er þjónustan öll á einum stað,“ segir Pálmar Óli og nefnir einnig að sífellt meiri áhersla sé á upplifun og ásýnd fyrirtækja, bæði út frá viðskiptavinum og starfsfólki.

„Öll viljum við starfa í góðu og heilsusamlegu umhverfi, það styður við ánægju og jákvæða upplifun og styrkir ímynd vinnustaða og vörumerkja. Við leggjum okkur fram um að skilja þessar þarfir og mæta þeim með viðeigandi þjónustulausnum.“

Samþætt þjónusta á einum stað

Dæmi um þjónustu sem Dagar veita eru margvísleg.

„Þarfirnar eru margskonar og ólíkar á milli atvinnugreina sem og á milli viðskiptavina. Við þjónustum flesta geira atvinnulífsins og klæðskerasníðum þjónustuna að óskum hvers og eins. Sérfræðingar okkar leggja sig fram um að skilja þarfir og óskir viðskiptavina og miðla af reynslu sinni til þess að finna hagkvæmustu útfærsluna fyrir þína starfsemi,“ segir Pálmar Óli.

Dagar taka að sér allan daglegan rekstur á fasteignum. Má þar nefna húsvörslu, eftirlit og viðhald fasteigna, tæknimál, þrif og ræstingu, umsjón brunavarna, gluggaþvott, mottuþjónustu, ýmsa sérhæfða þjónustu s.s. tengda viðburðahaldi o.fl. „Verkefnin eru fjölbreytt og við svörum kallinu.“

Pálmar Óli bendir á að það sé mikilvægt að geta boðið upp á slíka þjónustu á einum stað.

„Þetta vinnur allt saman að því að bæta heildarupplifunina. Svo ekki sé talað um hagkvæmnina og tímasparnaðinn. Þannig einföldum við þér lífið, svo þú getir einbeitt þér að því sem færir þínu fyrirtæki mest virði,“ segir Pálmar Óli.

Byggja á áratuga reynslu

Pálmar segir að sérstaða Daga byggi á áratuga reynslu, framsækni og frábæru starfsfólki. Fyrirtækið hefur einsett sér að veita bestu mögulegu þjónustu í ræstingum, þrifum, fasteignaumsjón og vinnustaðalausnum þegar kemur að þjónustustigi, öryggi og nýjungum.

Starfsfólk Daga sé afar metnaðarfullt og sífellt að leita leiða til að gera betur, auka gæði og draga úr sóun ásamt því að þróa nýjar þjónustulausnir sem viðskiptavinir kunni að meta.

„Við erum með þér í liði og viljum hjálpa þér og þínu fyrirtæki að skara fram úr með því að leggja sérfræðiþekkingu okkar, reynslu og metnað á vogarskálarnar. Allt er þetta hluti af okkar stefnu um að skapa framúrskarandi og nærandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar,“ segir Pálmar Óli að lokum.

Lestu viðtalið á heimasíðu Viðskiptablaðsins.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
21
.
March
2025

Dagar taka sjálfbærni skrefi lengra með SURE hreinsiefnum

Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.

LESA FRÉTT
3
.
March
2025

Bilun í símkerfi mánudaginn 3. mars

Vegna bilunar í símkerfi mánudaginn 3. mars viljum við benda fólki að senda fyrirspurnir með tölvupóst á mottaka@dagar.is.

LESA FRÉTT
18
.
February
2025

Fréttatilkynning frá Dögum

Í ljósi fréttaflutnings, vilja Dagar árétta að fyrirtækið greiðir laun í samræmi við gildandi kjarasamninga og allar kjarasamningsbundnar hækkanir hafa verið framkvæmdar undantekningarlaust.

LESA FRÉTT