Dagar taka þátt í eldvarnaræfingu með Slökkviliði Akureyrar

Slökkvilið Akureyrar hóf í gær þátttöku í Eldvarnaátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna með rýmingar- og björgunaræfingu á Borgum, rannsókna- og nýsköpunarhús og í Háskólanum á Akureyri. Um er að ræða umfangsmestu rýmingaræfingu sem Slökkvilið Akureyrar hefur ráðist í. Dagar gegna hlutverki eldvarnafulltrúa að Borgum og sinntu því mikilvægu hlutverki í samstarfsverkefninu.

„Hlutverk okkar var þríþætt, í fyrsta lagi undirbjuggum við starfsmenn í húsinu fyrir æfinguna, kynntum fyrir þeim hlutverk rýmingarfulltrúa og viðbrögð við eld og eldboðum. Í öðru lagi komum við fyrir rýmingargögnum hjá öllum útgöngum og kynntum þau vel. Í þriðja og síðasta lagi gegndum við hlutverki rýmingarstjóra á meðan æfingunni stóð,“ segir Sigurður Óli Sveinsson, starfsmaður fasteignaumsjónar Daga á Norðurlandi. „Æfing sem þessi er mikilvæg og skiptir sköpum að greina og fá endurgjöf á það sem gengur vel og má betur fara.“

Dagar hafa um árabil sinnt hlutverki eldvarnafulltrúa á Borgum. Með þjónustu sem þessari eru Dagar að bjóða eigendum og forráðamönnum fasteigna sem falla undir lög um mannvirki 19. gr. – 723/2017 að gegna hlutverki eldvarnarfulltrúa fyrir þeirra hönd og sjá þannig um að virkum eldvörnum sé sinnt.

Nánari upplýsingar um þjónustu eldvarnafulltrúa hjá Dögum: https://www.dagar.is/fasteignaumsjon/eldvarnarfulltrui

HAFA SAMBAND
11
.
November
2024

Dagar endurnýja samning við Bara tala

Dagar hafa endurnýjað samning sinn við íslenskunámsappið Bara tala vegna mikillar ánægju starfsfólks. Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni sem gerir notendum kleift að æfa íslensku í gegnum samtöl og fá endurgjöf í rauntíma.

LESA FRÉTT
1
.
November
2024

Dagar í hópi framúrskarandi fyrirtækja samkvæmt Creditinfo

Við hjá Dögum erum afar stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2024.

LESA FRÉTT
17
.
October
2024

„Ég er hraust, ég er sterk, ég get þetta!“

Heiða er 58 ára og hefur starfað sem þjónustustjóri hjá Dögum og ISS, forvera þess, frá 2008. Heiða greindist með brjóstakrabbamein árið 2021 og gekk í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð en hefur verið krabbameinslaus frá því í byrjun árs.

LESA FRÉTT