Dagar hafa ráðið fimm nýja stjórnendur sem öll hafa þegar hafið störf. Þau taka einnig sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Ráðningarnar eru liður í skipulagsbreytingum hjá Dögum sem tóku gildi í byrjun árs. Breytingarnar taka mið af stefnu Daga um að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.
Guðfinna Eyrún Ingjaldsdóttir er nýr sviðsstjóri mannauðs og sjálfbærni. Hún kemur til Daga frá Reykjavíkurborg þar sem hún starfaði sem mannauðsstjóri frá 2021. Áður starfaði hún sem mannauðsstjóri hjá Marel. Guðfinna er með B.Sc. gráðu í Viðskiptalögfræði frá Bifröst og meistaragráðu í stjórnun, stefnumótun og leiðtogahæfni í Aarhus University. Einnig er hún markþjálfi frá Háskólanum í Reykjavík.
Brynhildur Guðmundsdóttir er nýr sviðsstjóri þjónustu og ræstingar. Hún kemur til Daga frá Icelandair hótelum þar sem hún starfaði í tæp 30 ár, meðal annars sem sem hótel- og verkefnastjóri (General Manager) auk þess að leiða fjölbreyttar innleiðingar þvert á deildir. Brynhildur fór í miniMBA við HR og nam auk þess hótelstjórnun við Hilton Univeristy.
Ísak Ernir Kristinsson er nýr fjármálastjóri Daga en áður var hann sérfræðingur á fjármálasviði og sviðsstjóri fasteignaumsjóna hjá fyrirtækinu. Ísak Ernir kom til Daga frá Securitas þar sem hann starfaði sem stjórnandi mannaðrar þjónustu á Keflavíkurflugvelli. Hann hefur setið stjórnum ýmissa félaga, þar á meðal í stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, KADECO, undanfarin fimm ár. Ísak er með með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, með sérstaka áherslu á reikningsskil.
Ingigerður Erlingsdóttir er nýr sviðsstjóri eignaumsjónar. Hún kemur til Daga frá Icelandair þar sem hún starfaði sem flotastjóri (e. Fleet Manager). Áður var hún stjórnandi viðhalds og innkaupa í innanlandsflugi Icelandair. Ingigerður er með Executive MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, M.Sc. í verkfræði og stjórnun frá University of Glasgow og B.Sc. í Byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún setið námskeið í samningatækni hjá Berkley School of Business.
Sigurður Hjaltalín Þórisson er nýr sviðsstjóri sölu- og markaðsmála en hann hefur verið markaðsstjóri Daga frá 2021. Hann kom til fyrirtækisins frá N1 þar sem hann leiddi stafræna þróun. Áður starfaði Sigurður m.a. hjá LEGO Group þar sem hann bar ábyrgð á stafrænni markaðssetningu vörumerkja. Hann er með M.Sc. International Marketing and Management frá CBS í Kaupmannahöfn og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla.
Dagar eru framsækið en rótgróið fyrirtæki þar sem starfa tæplega 800 manns. Sérhæfing Daga byggir á áratuga reynslu, framsækni og frábæru starfsfólki. Dagar einsetja sér að vera í fremstu röð í ræstingum, þrifum, fasteignaumsjón og vinnustaðalausnum þegar kemur að þjónustustigi, öryggi og nýjungum.
Við óskum landsmönnum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári 🎄
Umhverfis- og öryggisvika Daga var haldin dagana 2.–6. desember með það að markmiði að efla öryggis- og umhverfisvitund starfsfólks með fræðslu og nærandi samveru.
500 stærstu 2023/2024, bók Frjálsrar Verslunar, kom út í síðustu viku. Þar ræddi Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Daga, við blaðamann um þróun starfsemi fyrirtækisins á undanförnum árum.