Á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá samstarfsfólki. Viðurkenningin er veitt reglulega yfir árið.
Þau sem fengu Gullna brosið að þessu sinni eru:
Arturas Garbaciauskas, Beata Agata Witek, Grzegorz Klos, Igor Rogalski, Ligita Gudziune, Lucia Tasca, Mateusz Fajfer, Migle Bartkeviciute, Mihai-Bogdand Prisacaru, Piotr Pawel Szkamruk, Vakthang Gabroshvili.
Við óskum viðurkenningarhöfum innilega til hamingju og erum þakklát fyrir framúrskarandi störf þeirra.
Við hvetjum viðskiptavini til að koma jákvæðri endurgjöf á framfæri til að hjálpa okkur að efla starfsánægju og hrósa fyrir vel unnin störf. Einnig hvetjum við starfsfólk Daga til að senda inn ábendingar umfrábæra frammistöðu samstarfsfólks og stuðla þannig að auknum liðssanda og samstöðu.
Vilt þú hrósa starfsmanni? Sendu okkur línu hér.
Við óskum landsmönnum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári 🎄
Umhverfis- og öryggisvika Daga var haldin dagana 2.–6. desember með það að markmiði að efla öryggis- og umhverfisvitund starfsfólks með fræðslu og nærandi samveru.
500 stærstu 2023/2024, bók Frjálsrar Verslunar, kom út í síðustu viku. Þar ræddi Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Daga, við blaðamann um þróun starfsemi fyrirtækisins á undanförnum árum.