Tíu starfsmenn Daga fengu afhent á dögunum Gullna brosið fyrir framúrskarandi störf. Þau Kornelia Songaliene, Laura Zemaityte, Luiza Snarska, Malgorzata Rybnik, Sandra Rakowicz, Sandra Wladyko, Sebastian Bialous, Ugnė Pakelyte og Vilija Varanaviciené sjást á myndinni.
Gullna brosið er viðurkenning sem grundvallast á tilnefningum frá samstarfsfólki sem og ábendingum, hrósi og endurgjöf viðskiptavina.
Við hvetjum viðskiptavini til að nýta jákvæða endurgjöf til að hjálpa okkur að efla starfsánægju og skila hrósi fyrir vel unnin störf. Einnig hvetjum við starfsfólk Daga til að senda inn ábendingar um frábæra frammistöðu samstarfsfólks og hjálpa þannig til við að efla liðsanda og samstöðu.
Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.
Vegna bilunar í símkerfi mánudaginn 3. mars viljum við benda fólki að senda fyrirspurnir með tölvupóst á mottaka@dagar.is.
Í ljósi fréttaflutnings, vilja Dagar árétta að fyrirtækið greiðir laun í samræmi við gildandi kjarasamninga og allar kjarasamningsbundnar hækkanir hafa verið framkvæmdar undantekningarlaust.