Við gerðum okkur glaðan dag í síðustu viku og afhentum starfsfólki Gullna brosið fyrir framúrskarandi störf.
Gullna brosið er viðurkenning sem starfsfólki Daga er veitt reglulega fyrir framúrskarandi störf. Viðurkenningin er grundvölluð annars vegar á endurgjöf viðskiptavina, hrósi þeirra og ábendingum og hins vegar á tilnefningum frá samstarfsfólki. Viðurkenningin er veitt mánaðarlega og auk þess er Gullna bros ársins afhent árlega.
Við hvetjum viðskiptavini til að nýta jákvæða endurgjöf til að hjálpa okkur að efla starfsánægju og skila hrósi fyrir vel unnið verk. Við hvetjum einnig starfsfólk Daga til að senda inn ábendingar um frábæra frammistöðu samstarfsfólks og hjálpa þannig til við að efla liðsanda og samstöðu.
Dagar hafa endurnýjað samning sinn við íslenskunámsappið Bara tala vegna mikillar ánægju starfsfólks. Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni sem gerir notendum kleift að æfa íslensku í gegnum samtöl og fá endurgjöf í rauntíma.
Við hjá Dögum erum afar stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2024.
Heiða er 58 ára og hefur starfað sem þjónustustjóri hjá Dögum og ISS, forvera þess, frá 2008. Heiða greindist með brjóstakrabbamein árið 2021 og gekk í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð en hefur verið krabbameinslaus frá því í byrjun árs.