Gullna brosið veitt fyrir framúrskarandi störf

Við gerðum okkur glaðan dag í síðustu viku og afhentum starfsfólki Gullna brosið fyrir framúrskarandi störf.

Gullna brosið er viðurkenning sem starfsfólki Daga er veitt reglulega fyrir framúrskarandi störf. Viðurkenningin er grundvölluð annars vegar á endurgjöf viðskiptavina, hrósi þeirra og ábendingum og hins vegar á tilnefningum frá samstarfsfólki. Viðurkenningin er veitt mánaðarlega og auk þess er Gullna bros ársins afhent árlega.

Við hvetjum viðskiptavini til að nýta jákvæða endurgjöf til að hjálpa okkur að efla starfsánægju og skila hrósi fyrir vel unnið verk. Við hvetjum einnig starfsfólk Daga til að senda inn ábendingar um frábæra frammistöðu samstarfsfólks og hjálpa þannig til við að efla liðsanda og samstöðu.

HAFA SAMBAND
21
.
March
2025

Dagar taka sjálfbærni skrefi lengra með SURE hreinsiefnum

Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.

LESA FRÉTT
3
.
March
2025

Bilun í símkerfi mánudaginn 3. mars

Vegna bilunar í símkerfi mánudaginn 3. mars viljum við benda fólki að senda fyrirspurnir með tölvupóst á mottaka@dagar.is.

LESA FRÉTT
18
.
February
2025

Fréttatilkynning frá Dögum

Í ljósi fréttaflutnings, vilja Dagar árétta að fyrirtækið greiðir laun í samræmi við gildandi kjarasamninga og allar kjarasamningsbundnar hækkanir hafa verið framkvæmdar undantekningarlaust.

LESA FRÉTT