Haustverkin utanhúss

Fyrirbyggjandi viðhald fasteigna er besta leiðin til að tryggja að fasteignir haldi verðgildi sínu og virkni, en einnig til að tryggja að þær þjóni starfseminni og fólkinu sem hún hýsir á öruggan, nærandi, aðlaðandi og hagkvæman hátt. Að loknum sumarfríum og þegar haustið nálgast þá er mikilvægt að huga að undirbúningi þátta í ytra umhverfi fasteigna.

Hér að neðan eru 5 þættir sem skipta máli fyrir ytra umhverfi fasteigna á haustin:

1. Gluggaþvottur: Hreinar rúður og glerfletir eru mikilvægir hluti af ásýnd og ímynd fyrirtækja og hafa mikið að segja þegar kemur að vellíðan starfsfólks.

2. Þakrennur og niðurföll: Stíflaðar þakrennur geta valdið því að þakrennur stíflist, sem getur skemmt klæðningu í kringum þök og ollið vatnsskemmdum. Niðurrennsli ættu að beina vatni á fullnægjandi hátt frá ytra byrði byggingarinnar.

3. Örugg aðkoma: Þegar snjóa tekur og byrjar að frysta skiptir miklu máli að huga að öryggi vegfarenda í kringum fasteignina. Hiti í gangstéttum og plönum er lykilatriði og mikilvægt að tryggja að öll kerfi virki sem skyldi. Einnig er mikilvægt að skipuleggja snjómokstur og tryggja viðbragðsáætlanir tengdar snjóþungum dögum.

4. Lýsing í ytra umhverfi fasteignar: Útilýsing er sett upp í öryggis- og hönnunarskini og reglulegt viðhald útiljósa getur hjálpað til við að viðhalda líftíma búnaðarins.

5. Ástandsrýni bygginga: Reglulegt eftirlit og skoðun á rakaskemmdum, bæði utan- og innanhúss, getur lækkað viðhaldskostnað verulega og komið í veg fyrir kostnaðarsamar skemmdir.

Dagar skapa nærandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
10
.
December
2024

Umhverfis- og öryggisvika Daga 2024

Umhverfis- og öryggisvika Daga var haldin dagana 2.–6. desember með það að markmiði að efla öryggis- og umhverfisvitund starfsfólks með fræðslu og nærandi samveru.

LESA FRÉTT
9
.
December
2024

Dagar skapa nærandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar

500 stærstu 2023/2024, bók Frjálsrar Verslunar, kom út í síðustu viku. Þar ræddi Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Daga, við blaðamann um þróun starfsemi fyrirtækisins á undanförnum árum.

LESA FRÉTT
11
.
November
2024

Dagar endurnýja samning við Bara tala

Dagar hafa endurnýjað samning sinn við íslenskunámsappið Bara tala vegna mikillar ánægju starfsfólks. Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni sem gerir notendum kleift að æfa íslensku í gegnum samtöl og fá endurgjöf í rauntíma.

LESA FRÉTT