Fyrirbyggjandi viðhald fasteigna er besta leiðin til að tryggja að fasteignir haldi verðgildi sínu og virkni, en einnig til að tryggja að þær þjóni starfseminni og fólkinu sem hún hýsir á öruggan, nærandi, aðlaðandi og hagkvæman hátt. Að loknum sumarfríum og þegar haustið nálgast þá er mikilvægt að huga að undirbúningi þátta í ytra umhverfi fasteigna.
Hér að neðan eru 5 þættir sem skipta máli fyrir ytra umhverfi fasteigna á haustin:
1. Gluggaþvottur: Hreinar rúður og glerfletir eru mikilvægir hluti af ásýnd og ímynd fyrirtækja og hafa mikið að segja þegar kemur að vellíðan starfsfólks.
2. Þakrennur og niðurföll: Stíflaðar þakrennur geta valdið því að þakrennur stíflist, sem getur skemmt klæðningu í kringum þök og ollið vatnsskemmdum. Niðurrennsli ættu að beina vatni á fullnægjandi hátt frá ytra byrði byggingarinnar.
3. Örugg aðkoma: Þegar snjóa tekur og byrjar að frysta skiptir miklu máli að huga að öryggi vegfarenda í kringum fasteignina. Hiti í gangstéttum og plönum er lykilatriði og mikilvægt að tryggja að öll kerfi virki sem skyldi. Einnig er mikilvægt að skipuleggja snjómokstur og tryggja viðbragðsáætlanir tengdar snjóþungum dögum.
4. Lýsing í ytra umhverfi fasteignar: Útilýsing er sett upp í öryggis- og hönnunarskini og reglulegt viðhald útiljósa getur hjálpað til við að viðhalda líftíma búnaðarins.
5. Ástandsrýni bygginga: Reglulegt eftirlit og skoðun á rakaskemmdum, bæði utan- og innanhúss, getur lækkað viðhaldskostnað verulega og komið í veg fyrir kostnaðarsamar skemmdir.
Dagar skapa nærandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.
Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.
Vegna bilunar í símkerfi mánudaginn 3. mars viljum við benda fólki að senda fyrirspurnir með tölvupóst á mottaka@dagar.is.
Í ljósi fréttaflutnings, vilja Dagar árétta að fyrirtækið greiðir laun í samræmi við gildandi kjarasamninga og allar kjarasamningsbundnar hækkanir hafa verið framkvæmdar undantekningarlaust.