Á dögunum héldu Dagar Meistaramót í gluggaþvotti, þar sem rúmlega 20 manns kepptu um titilinn Gluggaþvottameistari Daga 2024. Keppnin var hörkuspennandi og skemmtileg, þar sem starfsfólk úr ýmsum deildum fyrirtækisins spreytti sig í bæði hraða og gæðum.
Gluggaþvottameistarar Daga árið 2024 eru:
1. sæti - Leonard Bizoi
2. sæti - Iryna Bozhenko
3. sæti - Vakhtang Gabroshvili
Við óskum sigurvegurunum innilega til hamingju og þökkum öllum sem mættu, tóku þátt í keppninni og hvöttu keppendur áfram. Þetta var ótrúlega skemmtilegt! Leyfum meðfylgjandi myndbandi að tala sínu máli.
Við óskum landsmönnum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári 🎄
Umhverfis- og öryggisvika Daga var haldin dagana 2.–6. desember með það að markmiði að efla öryggis- og umhverfisvitund starfsfólks með fræðslu og nærandi samveru.
500 stærstu 2023/2024, bók Frjálsrar Verslunar, kom út í síðustu viku. Þar ræddi Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Daga, við blaðamann um þróun starfsemi fyrirtækisins á undanförnum árum.