Á dögunum héldu Dagar Meistaramót í gluggaþvotti, þar sem rúmlega 20 manns kepptu um titilinn Gluggaþvottameistari Daga 2024. Keppnin var hörkuspennandi og skemmtileg, þar sem starfsfólk úr ýmsum deildum fyrirtækisins spreytti sig í bæði hraða og gæðum.
Gluggaþvottameistarar Daga árið 2024 eru:
1. sæti - Leonard Bizoi
2. sæti - Iryna Bozhenko
3. sæti - Vakhtang Gabroshvili
Við óskum sigurvegurunum innilega til hamingju og þökkum öllum sem mættu, tóku þátt í keppninni og hvöttu keppendur áfram. Þetta var ótrúlega skemmtilegt! Leyfum meðfylgjandi myndbandi að tala sínu máli.
Dagar hafa endurnýjað samning sinn við íslenskunámsappið Bara tala vegna mikillar ánægju starfsfólks. Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni sem gerir notendum kleift að æfa íslensku í gegnum samtöl og fá endurgjöf í rauntíma.
Við hjá Dögum erum afar stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2024.
Heiða er 58 ára og hefur starfað sem þjónustustjóri hjá Dögum og ISS, forvera þess, frá 2008. Heiða greindist með brjóstakrabbamein árið 2021 og gekk í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð en hefur verið krabbameinslaus frá því í byrjun árs.