Heilbrigð og nærandi samskipti, sem byggja á virðingu og vinsemd, stuðla að nærandi vinnuumhverfi þar sem starfsfólki líður vel og nær árangri.
Fögnum öllum framlögum, hugmyndum og sigrum, beitum virkri hlustun og veitum uppbyggilega endurgjöf. Sýnum samstarfsfólki þakklæti fyrir eitthvað sem viðkomandi átti jafnvel ekki von á að fá þakkir fyrir. Verum opin og berskjölduð, viðurkennum mistök og lítum á þau sem lærdómstækifæri.
Veitum starfsfólki svigrúm til að mæta sem það sjálft til vinnu, það mun leiða til meiri þátttöku og helgunar.
Nærandi samskipti efla starfsánægju, styrkja samvinnu og tengsl, efla sálfélagslegt öryggi og eru forsenda árangurs í lífi og starfi.
Dagar skapa nærandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.
Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.
Vegna bilunar í símkerfi mánudaginn 3. mars viljum við benda fólki að senda fyrirspurnir með tölvupóst á mottaka@dagar.is.
Í ljósi fréttaflutnings, vilja Dagar árétta að fyrirtækið greiðir laun í samræmi við gildandi kjarasamninga og allar kjarasamningsbundnar hækkanir hafa verið framkvæmdar undantekningarlaust.