Nærandi samskipti

Heilbrigð og nærandi samskipti, sem byggja á virðingu og vinsemd, stuðla að nærandi vinnuumhverfi þar sem starfsfólki líður vel og nær árangri.

Fögnum öllum framlögum, hugmyndum og sigrum, beitum virkri hlustun og veitum uppbyggilega endurgjöf. Sýnum samstarfsfólki þakklæti fyrir eitthvað sem viðkomandi átti jafnvel ekki von á að fá þakkir fyrir. Verum opin og berskjölduð, viðurkennum mistök og lítum á þau sem lærdómstækifæri.

Veitum starfsfólki svigrúm til að mæta sem það sjálft til vinnu, það mun leiða til meiri þátttöku og helgunar.

Nærandi samskipti efla starfsánægju, styrkja samvinnu og tengsl, efla sálfélagslegt öryggi og eru forsenda árangurs í lífi og starfi.

Dagar skapa nærandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
11
.
November
2024

Dagar endurnýja samning við Bara tala

Dagar hafa endurnýjað samning sinn við íslenskunámsappið Bara tala vegna mikillar ánægju starfsfólks. Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni sem gerir notendum kleift að æfa íslensku í gegnum samtöl og fá endurgjöf í rauntíma.

LESA FRÉTT
1
.
November
2024

Dagar í hópi framúrskarandi fyrirtækja samkvæmt Creditinfo

Við hjá Dögum erum afar stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2024.

LESA FRÉTT
17
.
October
2024

„Ég er hraust, ég er sterk, ég get þetta!“

Heiða er 58 ára og hefur starfað sem þjónustustjóri hjá Dögum og ISS, forvera þess, frá 2008. Heiða greindist með brjóstakrabbamein árið 2021 og gekk í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð en hefur verið krabbameinslaus frá því í byrjun árs.

LESA FRÉTT