Heilbrigð og nærandi samskipti, sem byggja á virðingu og vinsemd, stuðla að nærandi vinnuumhverfi þar sem starfsfólki líður vel og nær árangri.
Fögnum öllum framlögum, hugmyndum og sigrum, beitum virkri hlustun og veitum uppbyggilega endurgjöf. Sýnum samstarfsfólki þakklæti fyrir eitthvað sem viðkomandi átti jafnvel ekki von á að fá þakkir fyrir. Verum opin og berskjölduð, viðurkennum mistök og lítum á þau sem lærdómstækifæri.
Veitum starfsfólki svigrúm til að mæta sem það sjálft til vinnu, það mun leiða til meiri þátttöku og helgunar.
Nærandi samskipti efla starfsánægju, styrkja samvinnu og tengsl, efla sálfélagslegt öryggi og eru forsenda árangurs í lífi og starfi.
Dagar skapa nærandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.
Umhverfis- og öryggisvika Daga var haldin dagana 2.–6. desember með það að markmiði að efla öryggis- og umhverfisvitund starfsfólks með fræðslu og nærandi samveru.
500 stærstu 2023/2024, bók Frjálsrar Verslunar, kom út í síðustu viku. Þar ræddi Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Daga, við blaðamann um þróun starfsemi fyrirtækisins á undanförnum árum.
Dagar hafa endurnýjað samning sinn við íslenskunámsappið Bara tala vegna mikillar ánægju starfsfólks. Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni sem gerir notendum kleift að æfa íslensku í gegnum samtöl og fá endurgjöf í rauntíma.