Hugrún Ásdís Þorvaldsdóttir hefur verið ráðin teymisstjóri Daga á Norðurlandi. Hún var áður hótelstjóri á Iceland hotels Collection by Berjaya. Hugrún mun vinna þvert á teymi og stýra frekari sókn Daga í margvíslegri fasteignaumsjón, vinnustaðalausnum og ræstingum, en fyrirtækið flutti nýverið í nýstandsett húsnæði í miðbænum á Akureyri. Hugrún hefur mikla reynslu af rekstri og fasteignaumsjón en frá 2022 hefur hún verið hótelstjóri á Iceland hotels Collection by Berjaya, auk þess að sinna rekstri á Hótel Eddu á Akureyri.
„Það er mikil gróska á Norðurlandi og tækifærin fjölmörg. Það eru spennandi tímar fram undan hjá Dögum sem einbeitir sér í auknum mæli að alhliða fasteignaumsjón og ég hlakka til að taka þátt í þeirri uppbyggingu með þeim,“ segir Hugrún.
Hjá Dögum starfa tæplega 800 manns og starfsstöðvar eru á þremur stöðum á landinu; í Garðabæ, á Selfossi og á Akureyri. Á starfsstöð Daga á Akureyri starfa um 50 manns.
Vegna bilunar í símkerfi mánudaginn 3. mars viljum við benda fólki að senda fyrirspurnir með tölvupóst á mottaka@dagar.is.
Í ljósi fréttaflutnings, vilja Dagar árétta að fyrirtækið greiðir laun í samræmi við gildandi kjarasamninga og allar kjarasamningsbundnar hækkanir hafa verið framkvæmdar undantekningarlaust.
Veturinn er krefjandi árstíð þegar kemur að viðhaldi gólfa, enda berst oft inn snjór, salt og sandur sem hefur slæm áhrif á yfirborð gólfa.