Rafbílavæðing Daga minnkar kolefnissporið um 200 tonn næstu 4 ár

Ræstinga- og fasteignaumsjónarfyrirtækið Dagar hf. tóku nýverið í þjónustu sína fjórtán nýja rafbíla af gerðinni Renault Zoe frá BL. Rafbílavæðingin er mikilvægur hluti aðgerðaáætlunar fyrirtækisins sem hefur að markmiði að draga úr kolefnisspori Daga um 80% eða 200 tonn á næstu fjórum árum.

„Við gerum okkur grein fyrir að til þess að árangur náist í umhverfismálum sé nauðsynlegt að vinna skipulega og markvisst að nauðsynlegum aðgerðum í málaflokknum. Við fylgdumst með og greindum umfang kolefnislosunar fyrirtækisins og sáum að bílaflotinn var stærsti einstaki áhrifavaldur kolefnislosunar frá starfseminni,“ segir Pálmar Óli Magnússon forstjóri Daga, en fyrirtækið hefur þegar fjárfest markvisst í hleðsluinnviðum og rafbílum á undanförnum misserum.

„Með þessari nýju fjárfestingu erum við að stíga mikilvægt skref að markmiði okkar um að vera alfarið á rafdrifnum bílum árið 2026, en alls eru um 85 bílar í flota fyrirtækisins.“ Pálmar segir Daga hafa lagt mikla áherslu á að velja samstarfsaðila sem deili sömu hugsjón í umhverfismálum og hafi því ákveðið að leita til BL þegar kom að því að finna hentuga rafmagnsbíla sem mætt geti sem best þörfum fyrirtækisins.

Á myndinni eru f.v. Jóhann Berg Þorgersson sölumaður atvinnubíla hjá BL, Finnbogi Gylfason, fjármálastjóri Daga, Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Daga, og Knútur Steinn Kárason, vörumerkjastjóri á sölusviði BL.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
11
.
November
2024

Dagar endurnýja samning við Bara tala

Dagar hafa endurnýjað samning sinn við íslenskunámsappið Bara tala vegna mikillar ánægju starfsfólks. Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni sem gerir notendum kleift að æfa íslensku í gegnum samtöl og fá endurgjöf í rauntíma.

LESA FRÉTT
1
.
November
2024

Dagar í hópi framúrskarandi fyrirtækja samkvæmt Creditinfo

Við hjá Dögum erum afar stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2024.

LESA FRÉTT
17
.
October
2024

„Ég er hraust, ég er sterk, ég get þetta!“

Heiða er 58 ára og hefur starfað sem þjónustustjóri hjá Dögum og ISS, forvera þess, frá 2008. Heiða greindist með brjóstakrabbamein árið 2021 og gekk í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð en hefur verið krabbameinslaus frá því í byrjun árs.

LESA FRÉTT