Umhverfis- og öryggisvika Daga var haldin dagana 2.–6. desember með það að markmiði að efla öryggis- og umhverfisvitund starfsfólks með fræðslu og nærandi samveru. Vikan byggði á fimm meginþáttum vinnuverndar: efni- og efnahættum, tækjum og vélbúnaði, umhverfisþáttum, sálfélagslegu vinnuumhverfi og hreyfi- og stoðkerfi. Daglega var fjallað um hvern þátt út frá störfum starfsfólks Daga, auk þess sem boðið var upp á glæsilegar og bragðgóðar veitingar.
Samantekt vikunnar:
Á mánudeginum var fjallað um þau efni og efnahættur sem starfsfólk vinnur við daglega. Áhersla var lögð á að skoða umbúðir vel, fylgja leiðbeiningum og kynna sér öryggisblöð. Sigurður Óli Sveinsson, umsjónarmaður Borga á Akureyri, sagði frá umfangsmiklu mygluhreinsunarverkefni í Borgum, þar sem mygla fannst fyrr á árinu og stendur nú yfir flókið hreinsunarstarf.
Þriðjudagurinn snerist um rafbíla og þá hættur sem fylgja þeim. Fjallað var um þróun bílaflota Daga, en nú eru 50 af 84 bílum rafdrifnir. Markmið fyrirtækisins er að skipta alfarið yfir í rafbíla árið 2026.
Á miðvikudegi var lögð áhersla á vinnuumhverfi starfsfólks, með sérstakri umfjöllun um ræstiaðstöðu, starfsmannafatnað, áhöld og vélar. Umferðarhegðun og þjálfun starfsfólks voru einnig á dagskrá til að stuðla að betri öryggismenningu.
Fimmtudagurinn var tileinkaður vinnustaðamenningu og vellíðan. Mannauðssvið Daga hélt fyrirlestur um mikilvægi góðra samskipta og hvernig forðast megi misskilning í mismunandi samskiptaformum. Sérstaklega var fjallað um stefnu fyrirtækisins varðandi EKKO (einelti, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni, ofbeldi). Kristján Hafþórsson hélt hvetjandi fyrirlestur undir yfirskriftinni „Þú ert frábær!“. Auk þess fór hópur starfsfólks á skyndihjálparnámskeið hjá Bráðaskólanum.
Sigrún Haraldsdóttir frá Happy Hips fjallaði um mikilvægi réttrar líkamsbeitingar í vinnu ásamt því að kenna starfsfólki bandvefsnudd með bolta. Í lokin tók Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Daga, saman áherslur vikunnar og fór yfir mikilvægi þess að leggja áherslu á umhverfis- og öryggismálum fyrirtækisins.
Við þökkum öllum fyrirlesurum fyrir frábær og upplýsandi erindi og starfsfólki fyrir þátttökuna. Vikan var bæði nærandi og fræðandi samverustundir sem stuðla að aukinni vitund um umhverfis- og öryggismál.
Við óskum landsmönnum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári 🎄
500 stærstu 2023/2024, bók Frjálsrar Verslunar, kom út í síðustu viku. Þar ræddi Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Daga, við blaðamann um þróun starfsemi fyrirtækisins á undanförnum árum.
Dagar hafa endurnýjað samning sinn við íslenskunámsappið Bara tala vegna mikillar ánægju starfsfólks. Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni sem gerir notendum kleift að æfa íslensku í gegnum samtöl og fá endurgjöf í rauntíma.