Til að laða að sér og halda í hæfileikaríkt starfsfólk þarf að bjóða því upp á framúrskarandi upplifun og nærandi umhverfi á vinnustað. Enhvernig skapar maður nærandi umhverfi fyrir starfsfólk?
Nærandi vinnuumhverfi snýst ekki einungis um útlit, þægindi, öryggi og hreinlæti á vinnustað. Einnig þarf að ganga úr skugga um að umhverfið sé hvetjandi og andlega nærandi, þar sem er hlúð að líkamlegu, andlegu og tilfinningalegu hliðinni. Með því að setja vellíðan og starfsánægju í forgang stuðlum við að nærandi vinnuumhverfi. Nærandi samskipti eru hluti af því aðskapa nærandi umhverfi á vinnustaðnum.
Hreyfumst saman í átt að öruggara, fallegra og uppbyggilegra umhverfi.
Dagar skapa nærandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.
Dagar hafa endurnýjað samning sinn við íslenskunámsappið Bara tala vegna mikillar ánægju starfsfólks. Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni sem gerir notendum kleift að æfa íslensku í gegnum samtöl og fá endurgjöf í rauntíma.
Við hjá Dögum erum afar stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2024.
Heiða er 58 ára og hefur starfað sem þjónustustjóri hjá Dögum og ISS, forvera þess, frá 2008. Heiða greindist með brjóstakrabbamein árið 2021 og gekk í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð en hefur verið krabbameinslaus frá því í byrjun árs.