Til að laða að sér og halda í hæfileikaríkt starfsfólk þarf að bjóða því upp á framúrskarandi upplifun og nærandi umhverfi á vinnustað. Enhvernig skapar maður nærandi umhverfi fyrir starfsfólk?
Nærandi vinnuumhverfi snýst ekki einungis um útlit, þægindi, öryggi og hreinlæti á vinnustað. Einnig þarf að ganga úr skugga um að umhverfið sé hvetjandi og andlega nærandi, þar sem er hlúð að líkamlegu, andlegu og tilfinningalegu hliðinni. Með því að setja vellíðan og starfsánægju í forgang stuðlum við að nærandi vinnuumhverfi. Nærandi samskipti eru hluti af því aðskapa nærandi umhverfi á vinnustaðnum.
Hreyfumst saman í átt að öruggara, fallegra og uppbyggilegra umhverfi.
Dagar skapa nærandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.
Við óskum landsmönnum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári 🎄
Umhverfis- og öryggisvika Daga var haldin dagana 2.–6. desember með það að markmiði að efla öryggis- og umhverfisvitund starfsfólks með fræðslu og nærandi samveru.
500 stærstu 2023/2024, bók Frjálsrar Verslunar, kom út í síðustu viku. Þar ræddi Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Daga, við blaðamann um þróun starfsemi fyrirtækisins á undanförnum árum.