23 viðurkenningar fyrir 345 ár í starfi

Þann 16. desember sl. afhentu Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Daga, og Sigríður Héðinsdóttir, mannauðsstjóri Daga, árlegar viðurkenningar fyrir starfsaldur hjá fyrirtækinu. Veittar voru viðurkenningar fyrir 10, 15 og 25 ára störf.

Einu sinni á ári er þeim starfsmönnum sem náð hafa þessum áfanga boðið til hátíðlegrar athafnar þar sem þeim eru veittar viðurkenningar og þakkir fyrir framlag sitt og vel unnin störf í þágu fyrirtækisins. Dagar hafa veitt viðurkenningar tengdar starfsaldri frá árinu 2010.

Alls fengu 23 starfsmenn starfsaldursgjöf að þessu sinni fyrir alls 345 ár í starfi. Þar af hafa 5 starfsmenn starfað í 25 ár hjá fyrirtækinu, 8 starfsmenn sem hafa verið hjá okkur í 15 árog 10 einstaklingar fengu viðurkenningu fyrir 10 ár í starfi.

Sigríður Héðinsdóttir, mannauðsstjóri Daga: „Dagar eru stolt af sínu frábæra starfsfólki, starfsfólkið er lykillinn að velgengni fyrirtækisins. Starfsaldursviðurkenningar eru þakklætisvottur og viðurkenning fyrirtækisins til starfsmanna um framlag þeirra og vel unnin störf. Þetta hár starfsaldur fjölda starfsmanna er staðfesting á því að Dagar þyki það góður og eftirsóknarverður vinnustaður að fólk vilji vinna þar svo áratugum skiptir.“

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
11
.
November
2024

Dagar endurnýja samning við Bara tala

Dagar hafa endurnýjað samning sinn við íslenskunámsappið Bara tala vegna mikillar ánægju starfsfólks. Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni sem gerir notendum kleift að æfa íslensku í gegnum samtöl og fá endurgjöf í rauntíma.

LESA FRÉTT
1
.
November
2024

Dagar í hópi framúrskarandi fyrirtækja samkvæmt Creditinfo

Við hjá Dögum erum afar stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2024.

LESA FRÉTT
17
.
October
2024

„Ég er hraust, ég er sterk, ég get þetta!“

Heiða er 58 ára og hefur starfað sem þjónustustjóri hjá Dögum og ISS, forvera þess, frá 2008. Heiða greindist með brjóstakrabbamein árið 2021 og gekk í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð en hefur verið krabbameinslaus frá því í byrjun árs.

LESA FRÉTT