Þann 16. desember sl. afhentu Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Daga, og Sigríður Héðinsdóttir, mannauðsstjóri Daga, árlegar viðurkenningar fyrir starfsaldur hjá fyrirtækinu. Veittar voru viðurkenningar fyrir 10, 15 og 25 ára störf.
Einu sinni á ári er þeim starfsmönnum sem náð hafa þessum áfanga boðið til hátíðlegrar athafnar þar sem þeim eru veittar viðurkenningar og þakkir fyrir framlag sitt og vel unnin störf í þágu fyrirtækisins. Dagar hafa veitt viðurkenningar tengdar starfsaldri frá árinu 2010.
Alls fengu 23 starfsmenn starfsaldursgjöf að þessu sinni fyrir alls 345 ár í starfi. Þar af hafa 5 starfsmenn starfað í 25 ár hjá fyrirtækinu, 8 starfsmenn sem hafa verið hjá okkur í 15 árog 10 einstaklingar fengu viðurkenningu fyrir 10 ár í starfi.
Sigríður Héðinsdóttir, mannauðsstjóri Daga: „Dagar eru stolt af sínu frábæra starfsfólki, starfsfólkið er lykillinn að velgengni fyrirtækisins. Starfsaldursviðurkenningar eru þakklætisvottur og viðurkenning fyrirtækisins til starfsmanna um framlag þeirra og vel unnin störf. Þetta hár starfsaldur fjölda starfsmanna er staðfesting á því að Dagar þyki það góður og eftirsóknarverður vinnustaður að fólk vilji vinna þar svo áratugum skiptir.“
Dagar hf. hafa nú birt sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024, þar sem gerð er grein fyrir helstu markmiðum, aðgerðum og árangri fyrirtækisins í loftslags- og umhverfismálum.
Nú á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá stjórnendum og samstarfsfólki.
Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.