Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvað hefur áhrif á upplifun viðskiptavina í verslunum. Rannsóknirnar hafa m.a. sýnt að gólfefni og viðhald þeirra geta haft bein áhrif á upplifun fólks og getur gólfefni sem er sjáanlega illa við haldið haft neikvæð áhrif á ákvörðun fólks um hvort að þau komi aftur í viðkomandi verslun.
Það getur verið kostnaðarsamt að taka gólf í gegn, sérstaklega ef það á að gera stórar aðgerðir á gólfefnunum. Það þarf oft að ráða sérfræðinga, kaupa tækjakost og draga úr þjónustu við viðskiptavini (eða hreinlega loka svæðum af fyrirtækinu).
Við höfum tekið eftir því að rekstraraðilar fasteigna vilja gera vel þegar kemur að viðhaldi gólfefna en þegar að er gáð þá gera margir þeirra sömu mistökin. Við höfum því takið saman 3 góð ráð sem gott er að hafa í huga til að hámarka líftíma gólfefna.
Vissuð þið að meira en 10 kg af óhreinindum geta borist inn í húsnæði þar sem 1,000 manns fara í gegn á mánuði. Ímyndið ykkur hvaða áhrif þessi óhreinindi hafa á endingatíma gólfefna og hvaða áhrif það hefði ef þið getið stoppað þessi óhreinindi af áður en þau færst inn til ykkar.
Með því að nýta og staðsetja gólfmottur á réttan hátt er hægt að draga umtalsvert úr áhrifum óhreininda og raka á gólfefni.
Mottur eiga að vera staðsettar fyrir innan og utan bygginguna á svæðum þar sem mikið álag og umferð fólks er. Með því að staðsetja mottur líka inni í byggingunni (t.d. við tröppur, lyftur osfrv) þá er hægt að halda áfram að grípa óhreinindi og draga úr rýrnum í tengslum við þau.
Ef viðhald gólfefna er framkvæmt með handahófskenndu millibili þá er hætta á að viðhaldi verði ábótavant og að ásýnd gólfefna verði mælanlega verri. Lykilatriði í réttu viðhaldi er því að setja upp einfalt skipulag í hreinsun gólfefna.
Reglulegt viðhald gólfefna er lykilatriði þegar kemur að því að hámarka endingatíma, ásýnd og öryggi. Reglulegar þrifa- og viðhaldsvenjur eiga að taka mið af aðstæðum og tækjakostum og ættu að innihalda eftirfarandi aðgerðir með reglulegu millibili:
o Rykmoppun
o Rakamoppun
o Skúrað með skúringavél
o Pússa með hægum hraða
o Pólera með miklum hraða
Það er ástæða fyrir því að framleiðendur setja leiðbeiningar á þrifefnin sín – bæði er það til að tryggja öryggi þeirra sem nota efnin og áhrif efnanna á umhverfið en einnig er það gert til að hámarka ávinning efnanna.
Þegar léleg efni eru notuð þá verða óhreinindi eftir á gólfinu og hafa þessi óhreinindi neikvæð áhrif á ending gólfefnanna. Þar að auki hafa léleg efni áhrif á framleiðni þar sem þau verða þess valdandi að starfsfólk þarf að nota meiri tíma í að þrífa til að ná fram sömu niðurstöðu.
Dagar hf. hafa nú birt sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024, þar sem gerð er grein fyrir helstu markmiðum, aðgerðum og árangri fyrirtækisins í loftslags- og umhverfismálum.
Nú á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá stjórnendum og samstarfsfólki.
Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.