Samtals er það um 25 þús m2 sem starfsfólk Daga sjá um að þrífa og hreingera á hverjum degi en nýr samningur tók gildi 1. janúar s.l.
Alls starfa 45 starfsmenn hjá Dögum á Suðurlandi en þjónustufulltrúi Daga á Suðurlandi er Kristrún Agnarsdóttir.
Á meðfylgjandi mynd eru Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar og Björk Baldvinsdóttir, sviðsstjóri sölu-og viðskiptaþróunar hjá Dögum að skrifa undir samninginn en ásamt þeim eru Ívar Harðarson, sviðsstjóri ræstingarsviðs og Kristrún Agnarsdóttir þjónustufulltrúi Daga á Suðurlandi.
Dagar hf. hafa nú birt sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024, þar sem gerð er grein fyrir helstu markmiðum, aðgerðum og árangri fyrirtækisins í loftslags- og umhverfismálum.
Nú á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá stjórnendum og samstarfsfólki.
Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.