Nýtt aðalaðsetur Daga er að Lyngási 17 í Garðabæ. Um er aðræða endurnýjað húsnæði sem sniðið er að þörfum fyrirtækisins, bæði rúmgott og fallega innréttað á tveimur hæðum. Skrifstofur eru á efri hæð hússins og þvottahús og lager á neðri hæðinni.
Þjónustufyrirtækið Dagar er í fararbroddi í fasteignaumsjón, ræstingum og hreingerningum. Hjá fyrirtækinu starfa um 800 manns á 20 stöðum á landinu. Starfsfólk Daga býður viðskiptavini og starfsmenn velkomna í nýjar höfuðstöðvar sínar.
Dagar hafa endurnýjað samning sinn við íslenskunámsappið Bara tala vegna mikillar ánægju starfsfólks. Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni sem gerir notendum kleift að æfa íslensku í gegnum samtöl og fá endurgjöf í rauntíma.
Við hjá Dögum erum afar stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2024.
Heiða er 58 ára og hefur starfað sem þjónustustjóri hjá Dögum og ISS, forvera þess, frá 2008. Heiða greindist með brjóstakrabbamein árið 2021 og gekk í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð en hefur verið krabbameinslaus frá því í byrjun árs.