Dagar hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA

Þann 12. október hlutu Dagar viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA (Félags kvenna í atvinnurekstri) sem er unnið í samstarfi með forsætisráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, Ríkisútvarpið og Pipar\TBWA. Eliza Reid, forsetafrú, afhenti Sigrúnu Þormóðsdóttir, sviðsstjóra ræstinga hjá Dögum, viðurkenninguna á stafrænni ráðstefnu Jafnvægisvogar FKA sem bar heitið “Jafnrétti er ákvörðun”.

Tilgangur Jafnvægisvogarinnar er m.a. að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja að minnsta kosti 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi.

Viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA, hlutu 59 fyrirtæki, 6 sveitarfélög og 11 opinberir aðilar. Hlutu aðilarnir viðurkenninguna fyrir að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnar. Við erum einstaklega stolt og þakklát fyrir viðurkenninguna.

Fyrirlesarar á ráðstefnunni voru Dr. Ásta Dís Óladóttir, dósent í stjórnun og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands, Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, Ásta Fjeldsted, forstjóri Festi og Bragi Valdimar Skúlason, íslensku-, tónlistar-, markaðs- og sjónvarpsmanneskja. Öll fluttu þau áhugaverða fyrirlestra sem vörpuðu ljósi á viðfangsefnið frá ólíkum sjónarhornum.

Nálgast má fyrirlestra ráðstefnunnar á vef RÚV: https://www.ruv.is/frett/2022/10/12/stafraen-radstefna-jafnvaegisvogar-fka-i-beinni

HAFA SAMBAND
11
.
November
2024

Dagar endurnýja samning við Bara tala

Dagar hafa endurnýjað samning sinn við íslenskunámsappið Bara tala vegna mikillar ánægju starfsfólks. Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni sem gerir notendum kleift að æfa íslensku í gegnum samtöl og fá endurgjöf í rauntíma.

LESA FRÉTT
1
.
November
2024

Dagar í hópi framúrskarandi fyrirtækja samkvæmt Creditinfo

Við hjá Dögum erum afar stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2024.

LESA FRÉTT
17
.
October
2024

„Ég er hraust, ég er sterk, ég get þetta!“

Heiða er 58 ára og hefur starfað sem þjónustustjóri hjá Dögum og ISS, forvera þess, frá 2008. Heiða greindist með brjóstakrabbamein árið 2021 og gekk í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð en hefur verið krabbameinslaus frá því í byrjun árs.

LESA FRÉTT