Dagar áttu lægsta tilboðið í útboði á ræstingum í Hörpu og hafa þegar hafið störf í þessu einstaka tónlistar- og ráðstefnuhúsi á austurbakka Reykjavíkurhafnar. Hjá Dögum starfa vel þjálfaðir sérfræðingar í hreingerningum á ýmiss konar rýmum.
Milljónir manna hafa heimsótt Hörpu, þessa miðstöð menningar og mannlífs, frá opnun hennar og er þar mikill umgangur og fjölbreytt starfsemi alla daga ársins. Þar sem húsið er í stöðugri notkun vegna tónleikahalds,ráðstefna og stórviðburða þarf sífellt að ræsta það og þrífa, bæði fyrir og eftir viðburði sem eru víða um húsið.
„Við erum mjög ánægð með innkomu Daga, þjónusta þeirra einkennist af mikilli fagmennsku“ segir Lárus Elíasson fasteignastjóri Hörpu. „Starfsfólkið er frábært, vel þjálfað og kemur vel fyrir. Stjórnendateymið og stýringin er fagleg, vel undirbúin og skipulögð. Harpa er einstakt listaverk sem almenningur á og við viljum því tryggja að húsið sé ávallt þannig að eigendurnir geti verið stoltir af því.“
Dagar hf. hafa nú birt sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024, þar sem gerð er grein fyrir helstu markmiðum, aðgerðum og árangri fyrirtækisins í loftslags- og umhverfismálum.
Nú á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá stjórnendum og samstarfsfólki.
Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.