Dagar ræsta Hörpu

Dagar áttu lægsta tilboðið í útboði á ræstingum í Hörpu og hafa þegar hafið störf í þessu einstaka tónlistar- og ráðstefnuhúsi á austurbakka Reykjavíkurhafnar. Hjá Dögum starfa vel þjálfaðir sérfræðingar í hreingerningum á ýmiss konar rýmum.

Milljónir manna hafa heimsótt Hörpu, þessa miðstöð menningar og mannlífs, frá opnun hennar og er þar mikill umgangur og fjölbreytt starfsemi alla daga ársins. Þar sem húsið er í stöðugri notkun vegna tónleikahalds,ráðstefna og stórviðburða þarf sífellt að ræsta það og þrífa, bæði fyrir og eftir viðburði sem eru víða um húsið.

„Við erum mjög ánægð með innkomu Daga, þjónusta þeirra  einkennist af mikilli fagmennsku“ segir Lárus Elíasson fasteignastjóri Hörpu. „Starfsfólkið er frábært, vel þjálfað og kemur vel fyrir.  Stjórnendateymið og stýringin er fagleg,  vel undirbúin og skipulögð.  Harpa er einstakt listaverk sem almenningur á og við viljum því tryggja að húsið sé ávallt þannig að eigendurnir geti verið stoltir af því.“

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
11
.
November
2024

Dagar endurnýja samning við Bara tala

Dagar hafa endurnýjað samning sinn við íslenskunámsappið Bara tala vegna mikillar ánægju starfsfólks. Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni sem gerir notendum kleift að æfa íslensku í gegnum samtöl og fá endurgjöf í rauntíma.

LESA FRÉTT
1
.
November
2024

Dagar í hópi framúrskarandi fyrirtækja samkvæmt Creditinfo

Við hjá Dögum erum afar stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2024.

LESA FRÉTT
17
.
October
2024

„Ég er hraust, ég er sterk, ég get þetta!“

Heiða er 58 ára og hefur starfað sem þjónustustjóri hjá Dögum og ISS, forvera þess, frá 2008. Heiða greindist með brjóstakrabbamein árið 2021 og gekk í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð en hefur verið krabbameinslaus frá því í byrjun árs.

LESA FRÉTT