Tryggvi Þorsteinsson, sölustjóri hýsingar- og rekstrarþjónustu Opinna Kerfa, Ólafur Örn Nielsen, aðstoðarforstjóri Opinna Kerfa, Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Daga og Björk Baldvinsdóttir, sviðsstjóri sölu og viðskiptaþróunar Daga.
Markmið samstarfsins er að auka skilvirkni, öryggi og aðgengi að gögnum í daglegum rekstri. Nútímalegt og öruggt tækniumhverfi er nú aðgengilegt starfsmönnum Daga en hjá fyrirtækinu starfa 800 starfsmenn sem þjónusta 800 þúsund fermetra hjá yfir 600 viðskiptavinum.
Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Daga segir félagið leggja áherslu á tækni og framþróun og að vinnustaðurinn sé aðlaðandi og gefandi:
„þess vegna er nauðsynlegt fyrir okkur að bjóða upp á þær tæknilausnir sem til þarf, bæði til að miðla upplýsingum til starfsmanna sem og þeirra fyrirtækja sem við þjónustum. Síðustu daga og vikur hefur sýnt sig hversu mikilvægt það er að hafa aðgang að skýjalausnum og öðrum framsæknum tæknilausnum á borð við þær sem Opin Kerfi bjóða upp á,“ segir Pálmar Óli.
Dagar hf. hafa nú birt sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024, þar sem gerð er grein fyrir helstu markmiðum, aðgerðum og árangri fyrirtækisins í loftslags- og umhverfismálum.
Nú á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá stjórnendum og samstarfsfólki.
Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.