Nú í febrúar var tekin svokölluð INSTA 800 úttekt í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Úttektin var unnin af verkfræðistofunni Eflu ásamt fulltrúum ISAVIA og stóðust Dagar úttektina.
INSTA 800 staðallinn er gæðamiðað kerfi við ræstingar. Verkkaupi ákveður bæði gæði og tíðni ræstingar fyrir hvert og eitt rými í byggingunni en starfsmaður verktaka á að sjá til þess að rýmið sé alltaf eins hreint og krafist er skv. staðlinum. Það getur þýtt að starfsmaður þurfi ekki að ræsta flöt sem er hreinn en einbeiti sér frekar að þrifaflötum sem eru óhreinir.
Starfsmenn verkkaupa og verktaka fara í gegnum sömu þjálfun við að meta gæði ræstingar og hafa því sama skilning á gæðum. Gæðin eru metin með úttektum samkvæmt ákveðinni aðferðafræði sem báðir aðilar þekkja, það minnkar því líkur á ágreiningi um árangur ræstingarinnar og hvað sé hreint og hvað sé óhreint.
Dagar hafa endurnýjað samning sinn við íslenskunámsappið Bara tala vegna mikillar ánægju starfsfólks. Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni sem gerir notendum kleift að æfa íslensku í gegnum samtöl og fá endurgjöf í rauntíma.
Við hjá Dögum erum afar stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2024.
Heiða er 58 ára og hefur starfað sem þjónustustjóri hjá Dögum og ISS, forvera þess, frá 2008. Heiða greindist með brjóstakrabbamein árið 2021 og gekk í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð en hefur verið krabbameinslaus frá því í byrjun árs.