Dagar styðja Neyðarkall björgunarsveitanna

Björg­un­ar­sveit­ir Slysa­varnar­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar standa fyrir árlegri fjáröflun sem kallast Neyðarkall björgunarsveitanna til stuðnings björgunarsveitum landsins. Dagar hafa stutt átakið frá upphafi.

Drón­ar eða flygildi hafa reynst björg­un­ar­sveit­um vel og eru marg­ar björg­un­ar­sveit­ir nú með hópa af sjálf­boðaliðum sem sér­hæfa sig í notk­un dróna við leit að fólki. Í ár er Neyðarkall ársins í líki björgunarsveitamanns með dróna.

Hagnaður af söl­unni renn­ur beint til björg­un­ar­sveita og verður hann notaður til að efla búnað og styrkja þjálf­un björg­un­ar­sveit­ar­manna, sem með fórn­fúsu starfi sínu eru til taks all­an árs­ins hring með sinn mannskap, búnað, tækni og þekkingu þegar sam­borg­ar­ar þeirra þurfa á aðstoð að halda.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
11
.
November
2024

Dagar endurnýja samning við Bara tala

Dagar hafa endurnýjað samning sinn við íslenskunámsappið Bara tala vegna mikillar ánægju starfsfólks. Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni sem gerir notendum kleift að æfa íslensku í gegnum samtöl og fá endurgjöf í rauntíma.

LESA FRÉTT
1
.
November
2024

Dagar í hópi framúrskarandi fyrirtækja samkvæmt Creditinfo

Við hjá Dögum erum afar stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2024.

LESA FRÉTT
17
.
October
2024

„Ég er hraust, ég er sterk, ég get þetta!“

Heiða er 58 ára og hefur starfað sem þjónustustjóri hjá Dögum og ISS, forvera þess, frá 2008. Heiða greindist með brjóstakrabbamein árið 2021 og gekk í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð en hefur verið krabbameinslaus frá því í byrjun árs.

LESA FRÉTT