Í mars tóku Dagar þátt í Mottumars átakinu og tókum ákvörðun um að greiða tekjur af öllum nýjum mottusamningum í mars til Mottumars málefnisins. Í þessari viku fórum við síðan með styrktarupphæðina til Krabbameinsfélagsins og vonum að þessi upphæð komi sér vel í þessu mikilvæga starfi sem þau sinna.
Dagar hf. hafa nú birt sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024, þar sem gerð er grein fyrir helstu markmiðum, aðgerðum og árangri fyrirtækisins í loftslags- og umhverfismálum.
Nú á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá stjórnendum og samstarfsfólki.
Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.