Dagar taka í notkun sjálfvirka gólfþvottavél

Dagar hafa tekið í notkun sjálfvirka gólfþvottavél eða vélmenni og er þar með fyrsta ræstingarfyrirtækið hérlendis til að nýta sér nýja tækni fyrir vélar af þessu tagi. Vélin heitir Taski Swingobot 2000 en um er að ræða alveg nýja kynslóð af sjálfvirkum gólfþvottavélum frá svissneska fyrirtækinu Taski.

Það er fyrirtækið Tandur hf. sem er með umboð fyrir sölu og þjónustu á Taski vélum hérlendis.  Vélin inniheldur alla þá eiginleika sem aðrar Taski gólfþvottavélar hafa upp á að bjóða en er auk þess búin nýjasta fjarskiptakerfi og hugbúnaði sem völ er á í dag sem gerir henni kleift að læra á þau svæði sem vélin á að ræsta. Eins og með annan tölvubúnað þá þarf að forrita vélina fyrir það svæði sem þrífa á hverju sinni. Að því loknu er vélin tilbúin til notkunar.

Markmið Daga með þessum nýja búnaði er að auka enn frekar gæði og skilvirkni þrifa. Ennfremur að létta undir með starfsfólki við þrif á erfiðum svæðum og við krefjandi aðstæður t.a.m. á stórum svæðum sem þarf að þrífa hratt og vel á þeim tíma sólarhringsins sem hægt er að komast að þeim.  Þannig má ná fram hámarksnýtingu. Umsjónaraðili vélarinnar getur sinnt öðrum störfum á meðan vélin er í notkun og þannig má ná fram aukinni hagræðingu. Dagar mun núna á næstunni taka vélina í notkun í flugstöð Leifs Eiríkssonar en fyrirtækið sér þar um alla ræstiþjónustu fyrir Isavia.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
7
.
April
2025

Sjálfbærniskýrsla Daga 2024

Dagar hf. hafa nú birt sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024, þar sem gerð er grein fyrir helstu markmiðum, aðgerðum og árangri fyrirtækisins í loftslags- og umhverfismálum.

LESA FRÉTT
7
.
April
2025

Gullna brosið afhent

Nú á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá stjórnendum og samstarfsfólki.

LESA FRÉTT
21
.
March
2025

Dagar taka sjálfbærni skrefi lengra með SURE hreinsiefnum

Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.

LESA FRÉTT