Samningur um ræstingu á stofnunum Hveragerðisbæjar á milli Hveragerðisbæjar og Daga var undirritaður nýverið. Samningurinn er gerður í kjölfarútboðs þar sem Dagar lögðu fram lægsta tilboð af þeim 8 aðilum sem buðu í verkið. Um er að ræða ræstingu á bæjarskrifstofu, Grunnskólanum í Hveragerði, Leikskólanum Óskalandi, Leikskólanum Undralandi,Upplýsingamiðstöðinni og bókasafninu auk ræstingu á húsnæði Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Með góðri niðurstöðu útboðsins er ljóst að Hveragerðisbær mun ná fram umtalsverðri hagræðingu.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Pálmar Óla Magnússon, framkvæmdastjóra Daga hf, Björk Baldvinsdóttur, sviðsstjóra sölu- og viðskiptaþróunar Daga hf, Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra og Helgu Kristjánsdóttur skrifstofustjóra við undirritunina.
Dagar hafa endurnýjað samning sinn við íslenskunámsappið Bara tala vegna mikillar ánægju starfsfólks. Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni sem gerir notendum kleift að æfa íslensku í gegnum samtöl og fá endurgjöf í rauntíma.
Við hjá Dögum erum afar stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2024.
Heiða er 58 ára og hefur starfað sem þjónustustjóri hjá Dögum og ISS, forvera þess, frá 2008. Heiða greindist með brjóstakrabbamein árið 2021 og gekk í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð en hefur verið krabbameinslaus frá því í byrjun árs.