Samningur um ræstingu á stofnunum Hveragerðisbæjar á milli Hveragerðisbæjar og Daga var undirritaður nýverið. Samningurinn er gerður í kjölfarútboðs þar sem Dagar lögðu fram lægsta tilboð af þeim 8 aðilum sem buðu í verkið. Um er að ræða ræstingu á bæjarskrifstofu, Grunnskólanum í Hveragerði, Leikskólanum Óskalandi, Leikskólanum Undralandi,Upplýsingamiðstöðinni og bókasafninu auk ræstingu á húsnæði Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Með góðri niðurstöðu útboðsins er ljóst að Hveragerðisbær mun ná fram umtalsverðri hagræðingu.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Pálmar Óla Magnússon, framkvæmdastjóra Daga hf, Björk Baldvinsdóttur, sviðsstjóra sölu- og viðskiptaþróunar Daga hf, Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra og Helgu Kristjánsdóttur skrifstofustjóra við undirritunina.
Dagar hf. hafa nú birt sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024, þar sem gerð er grein fyrir helstu markmiðum, aðgerðum og árangri fyrirtækisins í loftslags- og umhverfismálum.
Nú á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá stjórnendum og samstarfsfólki.
Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.