Dagar staðfestaþáttöku í Jafnvægisvoginni sem er átak á vegum Félags kvenna í atvinnulífinu og samstarfsaðila úr Velferðarráðuneytinu og viðskipta-lífinu. Markmið Jafnvægisvogarinnar er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi.
Mannlíf birti viðtal við Björk Baldvinsdóttur í tilefni ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar en hún er sviðstjóri sölu- og viðskiptaþróunar Daga og er hún í stjórn og framkvæmdastjórn Daga. „ Hjá Dögum starfa 800 manns og eru 75% konur. Hlutfall kvenna í framkvæmdastjórn er 33%, í framkvæmdaráði 37% en sem millistjórnendur eru konur í meirihluta eða 88%. Það er áhyggjuefni þegar horft er til þess að 67% útskrifaðra háskólanema séu konur að aðeins 11% kvenna séu forstjórar. Þrátt fyrir að árangur hafi náðst í þessari vegferð er mikið verk framundan. Markmiðið er ávallt að efla íslenskt atvinnulíf og er Jafnvægisvogin átak í því.“
Hér má sjá viðtalið í heild sinni
Dagar hafa endurnýjað samning sinn við íslenskunámsappið Bara tala vegna mikillar ánægju starfsfólks. Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni sem gerir notendum kleift að æfa íslensku í gegnum samtöl og fá endurgjöf í rauntíma.
Við hjá Dögum erum afar stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2024.
Heiða er 58 ára og hefur starfað sem þjónustustjóri hjá Dögum og ISS, forvera þess, frá 2008. Heiða greindist með brjóstakrabbamein árið 2021 og gekk í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð en hefur verið krabbameinslaus frá því í byrjun árs.