Mikil eftirvænting er ávallt eftir fjölskyldudeginum okkar. Í ár líkt og undanfarin ár var dagurinn haldinn í Skemmtigarðinum í Gufunesi, í byrjun september. Fjöldi starfsmanna Daga og börn þeirra mættu, þrátt fyrir nokkrar skúradembur.
Fjölskyldur starfsmanna Daga hafa aðgang að öllu sem skemmtigarðurinn hefur upp á að bjóða, skemmtun fyrir börnin, unglingana og fullorðna fólkið. Fjölbreytt fjör við allra hæfi s.s. minigolf, lasertag, bogfimi, þrautabraut, andlitsmálun, hoppukastali, fótboltagolf, sjóræningjaland, krítar og litaborð, veltipétur, frisbígolf, klessubolti og samstæðuspil.
Boðið var upp á grillaðar pylsur, gos, safa og candi floss eins og hver gat í sig látið. Gleðin skein úr hverju andliti og áttum við öll góðan og skemmtilegan dag saman.
Dagar hf. hafa nú birt sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024, þar sem gerð er grein fyrir helstu markmiðum, aðgerðum og árangri fyrirtækisins í loftslags- og umhverfismálum.
Nú á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá stjórnendum og samstarfsfólki.
Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.