Mikil eftirvænting er ávallt eftir fjölskyldudeginum okkar. Í ár líkt og undanfarin ár var dagurinn haldinn í Skemmtigarðinum í Gufunesi, í byrjun september. Fjöldi starfsmanna Daga og börn þeirra mættu, þrátt fyrir nokkrar skúradembur.
Fjölskyldur starfsmanna Daga hafa aðgang að öllu sem skemmtigarðurinn hefur upp á að bjóða, skemmtun fyrir börnin, unglingana og fullorðna fólkið. Fjölbreytt fjör við allra hæfi s.s. minigolf, lasertag, bogfimi, þrautabraut, andlitsmálun, hoppukastali, fótboltagolf, sjóræningjaland, krítar og litaborð, veltipétur, frisbígolf, klessubolti og samstæðuspil.
Boðið var upp á grillaðar pylsur, gos, safa og candi floss eins og hver gat í sig látið. Gleðin skein úr hverju andliti og áttum við öll góðan og skemmtilegan dag saman.
Dagar hafa endurnýjað samning sinn við íslenskunámsappið Bara tala vegna mikillar ánægju starfsfólks. Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni sem gerir notendum kleift að æfa íslensku í gegnum samtöl og fá endurgjöf í rauntíma.
Við hjá Dögum erum afar stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2024.
Heiða er 58 ára og hefur starfað sem þjónustustjóri hjá Dögum og ISS, forvera þess, frá 2008. Heiða greindist með brjóstakrabbamein árið 2021 og gekk í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð en hefur verið krabbameinslaus frá því í byrjun árs.