Sunnudaginn 11. september var fjölskyldudagur Daga haldinn með pompi og prakt í Skemmtigarðinum Grafarvogi. Margt var um manninn og lék veðrið við starfsmenn Daga og fjölskyldur þeirra.
Þar var fjölbreytt fjör við allra hæfi og boðið var upp á grillaðar pylsur, gos, safa og candyfloss eins og hver gat í sig látið. Gleðin skein úr hverju andliti og áttum við öll góðan og skemmtilegan dag saman.
Við óskum landsmönnum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári 🎄
Umhverfis- og öryggisvika Daga var haldin dagana 2.–6. desember með það að markmiði að efla öryggis- og umhverfisvitund starfsfólks með fræðslu og nærandi samveru.
500 stærstu 2023/2024, bók Frjálsrar Verslunar, kom út í síðustu viku. Þar ræddi Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Daga, við blaðamann um þróun starfsemi fyrirtækisins á undanförnum árum.