Gullna brosið

Gullna brosið er viðurkenning sem Dagar veita starfsmönnum til þess að þakka þeim og hrósa fyrir framúrskarandi störf. Haldið er kaffisamsæti starfsmanninum til heiðurs og er honum afhent viðurkenningarskjal og gjöf fyrir vel unnið verk.

Þetta er gert í samstarfi við viðskiptavini Daga sem tilnefna starfsmenn á sérstökum kortum sem liggja frammi á vinnustöðum og hjá Dögum. Þannig fáum við skemmtilegt tækifæri til að skila hrósi viðskiptavina til starfsmanna okkar.

Jákvæð endurgjöf eykur traust og sjálfstæði í starfi sem leiðir aftur til aukinnar starfsgleði og hvatningar til að gera enn betur. Við þessa endurgjöf í formi hróss skapast jákvæðara samband milli viðskiptavinar og starfsfólks.

Þessir starfsmenn Daga fengu Gullna bros mánaðarins fyrir framúrskarandi störf. Myndin er af þeim og yfirmönnum þeirra.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
7
.
April
2025

Sjálfbærniskýrsla Daga 2024

Dagar hf. hafa nú birt sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024, þar sem gerð er grein fyrir helstu markmiðum, aðgerðum og árangri fyrirtækisins í loftslags- og umhverfismálum.

LESA FRÉTT
7
.
April
2025

Gullna brosið afhent

Nú á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá stjórnendum og samstarfsfólki.

LESA FRÉTT
21
.
March
2025

Dagar taka sjálfbærni skrefi lengra með SURE hreinsiefnum

Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.

LESA FRÉTT