Veiran sem orsakar COVID-19 kallast SARS-CoV-2. Veiran smitast með úða/loft smiti, snertismiti eða dropasmiti. Veiran getur dreift sér þegar smitaður einstaklingur hóstar eða hnerrar og annar einstaklingur andar að sér úða frá þeim sem er smitaður. Sá sem smitast ber þó yfirleitt veiruna með eigin höndum í augu, nef eða munn og smitar þannig sjálfan sig. Það gerist með því að einstaklingur snertir smitaðan hlut sem margir snerta, eins og sameiginlega kaffivél, snertiskjá eða hurðarhún og snertir svo andlit sitt með höndunum eða setur eitthvað upp í sig með höndunum.
Viðmið vinnustaða um hvað einkennir öruggt og gott vinnuumhverfi hafa breyst og hefur það sýnt sig að hreinlæti er besta leiðin til þess að koma í veg fyrir smit. Við hjá Dögum okkur fram við að bregðast hratt við þessum breytingum til þess að gera viðskiptavinum okkar kleift að halda starfsemi sinni gangandi.
Hvernig skal haga hreinlæti á vinnustöðum á COVID tímum?
Þegar engin COVID-19 smit hafa komið upp í rými vinnustaðar þá er almennt nóg að ræsting eigi sér stað einu sinni á dag til að viðhalda heilbrigðu vinnuumhverfi. Þörfin gæti verið meiri ef mikil umferð fólks fer í gegnum rýmið.
Ef sýktur aðili hefur hins vegar verið í rýminu á síðastliðnum 24 tímum þá er þörf á því að ræsta og sótthreinsa þau rými sem einstaklingurinn hefur nýtt sér.
Ræsting og sótthreinsun í kjölfar COVID-19 smits
Áður en ræsting og sótthreinsun á sér stað þá er nauðsynlegt að bregðast hratt við með því að afmarka og loka þeim svæðum sem hinn smitaði hefur nýtt sér.
Á meðan á sótthreinsun stendur er mikilvægt að opna hurðir og glugga til þess að auka loftstreymi á svæðinu. Nauðsynlegt er að vanda valið á efnum sem nota skal við verkið og þeim aðferðum sem beita skal. Þar að auki skal ávallt tryggja öryggi starfsmanna með því að nota hanska, grímur og heilbúninga sem takmarka möguleikann á smiti á meðan verkefninu stendur.
Hafið samband
Við höfum víðtæka reynslu af þrifum á COVID tímum og vitum hversu mikilvægt það er að bregðast hratt við þegar við fáum beiðnir um sótthreinsanir á sýktum svæðum.
Við erum til þjónustu reiðbúin við að ráðleggja ykkur varðandi aðgerðir til að halda úti fullri starfsemi þrátt fyrir COVID-19 sem og að framkvæma sótthreinsanir á sýktum rýmum.
Dagar hf. hafa nú birt sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024, þar sem gerð er grein fyrir helstu markmiðum, aðgerðum og árangri fyrirtækisins í loftslags- og umhverfismálum.
Nú á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá stjórnendum og samstarfsfólki.
Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.