Keflavíkurflugvöllur hlýtur verðlaun fyrir hreinlætisaðgerðir í heimsfaraldri

Keflavíkurflugvöllur hlaut á dögunum sérstaka viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI) fyrir hreinlæti á árinu 2021. Þjónustukönnun ACI, Airport Service Quality Programme (ASQ), er meðal viðurkenndustu mælinga sem gerðar eru á þjónustugæðum flugvalla.

Árið 2021 hafði COVID-19 heimsfaraldurinn mikil áhrif á farþegaumferð í heiminum með síbreytilegum heilbrigðisráðstöfunum og nýjum væntingum sem hafa áhrif á hvernig flugvallarupplifunin er útfærð og upplifuð. Áhrif þessa breytilegu aðstæðna hafði mikil áhrif á framkvæmd þrifa á fjölförnum svæðum eins og flugvöllum og má því með sanni segja að þessi verðlaun séu mikill heiður fyrir flugvöllinn og okkur hjá Dögum.

Dagar hafa séð um öll þrif á Keflavíkurflugvelli síðan í nóvember 2017 og vinnum við þar samkvæmt INSTA 800 gæðakerfinu.

Það er mikið gleðiefni þegar samstarfsfélagar og viðskiptavinir okkar fá viðurkenningu af þessari stærðargráðu og óskum við Keflavíkurflugvelli til hamingju með viðurkenninguna.

HAFA SAMBAND
11
.
November
2024

Dagar endurnýja samning við Bara tala

Dagar hafa endurnýjað samning sinn við íslenskunámsappið Bara tala vegna mikillar ánægju starfsfólks. Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni sem gerir notendum kleift að æfa íslensku í gegnum samtöl og fá endurgjöf í rauntíma.

LESA FRÉTT
1
.
November
2024

Dagar í hópi framúrskarandi fyrirtækja samkvæmt Creditinfo

Við hjá Dögum erum afar stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2024.

LESA FRÉTT
17
.
October
2024

„Ég er hraust, ég er sterk, ég get þetta!“

Heiða er 58 ára og hefur starfað sem þjónustustjóri hjá Dögum og ISS, forvera þess, frá 2008. Heiða greindist með brjóstakrabbamein árið 2021 og gekk í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð en hefur verið krabbameinslaus frá því í byrjun árs.

LESA FRÉTT