„Krafturinn í konum er magnaður“

Lesa umfjöllun á heimasíðu Morgunblaðsins.

Hóp­ur öfl­ugra kven­stjórn­enda fer fyr­ir 700 manna starfsliði hjá Dög­um og lögð er áhersla á að um­hverfið á vinnustaðnum sé fjöl­skyldu­vænt og að starfs­fólk fái tæki­færi til að vaxa í starfi. Traust og góð teym­is­vinna er lyk­il­atriði í starf­sem­inni að sögn Drífu K. Guðmunds­dótt­ur Blön­dal, teym­is­stjóra fyr­ir­tækjalausna Daga.

„Dag­ar eru leiðandi þjón­ustu­fyr­ir­tæki í fast­eignaum­sjón, ræst­ing­um og vinnustaðalausn­um. Skýr­ir verk­ferl­ar okk­ar tryggja framúrsk­ar­andi þjón­ustu og erum við sex öfl­ug­ar kon­ur sem erum teym­is­stjór­ar fyr­ir­tæk­is­ins. Við störf­um með 19 þjón­ust­u­stjór­um, þar sem kon­ur eru einnig í mikl­um meiri­hluta og sam­an för­um við fyr­ir 700 ein­stak­ling­um af 40 þjóðern­um,“ seg­ir Drífa K. Guðmunds­dótt­ir Blön­dal, teym­is­stjóri fyr­ir­tækjalausna Daga.

„Við Erna Kar­en Sig­ur­björns­dótt­ir teym­is­stjóri ferðaþjón­ustu­lausna, Elín Bogga Þrast­ar­dótt­ir teym­is­stjóri útboðslausna, Hug­rún Ásdís Þor­valds­dótt­ir teym­is­stjóri Norður­lands, Edda Guðrún Gísla­dótt­ir teym­is­stjóri heil­brigðis­lausna og Guðbjörg Torfa­dótt­ir teym­is­stjóri fast­eignaum­sjón­ar hitt­umst reglu­lega á fund­um og nýt­um okk­ur styrk­leika og hug­mynd­ir hver annarr­ar. Það end­ur­spegl­ar menn­ing­una hjá Dög­um þar sem svo margt bygg­ist á trausti og teym­is­vinnu,“ seg­ir Drífa.

Mik­il­vægt að vinnustaður­inn sé fjöl­skyldu­vænn

Dag­ar hlutu viður­kenn­ingu jafn­væg­is­vog­ar FKA í fyrra auk þess að vera í hópi framúrsk­ar­andi fyr­ir­tækja Cred­it­in­fo og fyr­ir­mynd­ar­fyr­ir­tæki í rekstri sam­kvæmt Keld­unni og Viðskipta­blaðinu. Þá eru Dag­ar með Svans­vottaða starf­semi og jafn­launa­vott­un. „Við leggj­um áherslu á að gera hlut­ina vel og þess­ar viður­kenn­ing­ar eru auðvitað hvatn­ing til að gera enn bet­ur,“ seg­ir Drífa.

Árið 2024 var ár breyt­inga og fram­fara hjá fyr­ir­tæk­inu þar sem mannauðsmál voru í lyk­il­hlut­verki. Stjórn­endaþjálf­un var efld til að bæta leiðtoga­hæfni og stuðla að betri ákvörðun­ar­töku. Þá voru ýmis um­bóta­verk­efni sett af stað sem hafa gefið góða raun. „Breyt­ing­arn­ar fela meðal ann­ars í sér að við leggj­um meiri áherslu á teym­is­vinnu en áður. Við teym­is­stjór­arn­ir höld­um utan um okk­ar hópa og höf­um aukið sam­vinnu okk­ar til muna. Rauði þráður­inn er að vinnustaður­inn sé fjöl­skyldu­vænn og að það sé góður sveigj­an­leiki þegar óvænt­ar aðstæður koma upp hjá starfs­fólk­inu okk­ar. Þetta skipt­ir miklu máli því bak­grunn­ur og aðstæður fólks geta verið marg­vís­leg­ar,“ seg­ir Drífa.

Hún nefn­ir sem dæmi að lögð sé áhersla á að finna vinnu­tíma sem henti hverj­um og ein­um. „Við reyn­um eft­ir fremsta megni að vera sveigj­an­leg með vinnu­tím­ann og tök­um til­lit til sam­göngu­máta og annarra þátta sem kunna að skipta máli. Við finn­um að starfs­fólkið kann virki­lega vel að meta þetta og traustið sem því er sýnt með því að hafa sitt að segja um vinnu­tím­ann,“ seg­ir hún og bæt­ir við að starfs­ánægja sé mæld reglu­lega.

„Starfs­fólkið okk­ar legg­ur sig fram um að veita framúrsk­ar­andi þjón­ustu alla daga og við teym­is­stjór­arn­ir leggj­um mikið upp úr því að fólk sé ánægt í vinn­unni. Við not­um mánaðarleg­ar mæl­ing­ar frá Moodup til að fylgj­ast með starfs­ánægj­unni auk þess að leggja okk­ur fram við að vera í góðu sam­tali við starfs­fólkið.“

Marg­vís­leg­ir hæfi­leik­ar í fjöl­breytt­um starfs­manna­hópi

Dag­ar eru í mörg­um til­vik­um fyrsta stopp fólks á vinnu­markaði þegar það fest­ir ræt­ur á Íslandi. Fjöl­breyti­leiki inn­an starfs­manna­hóps­ins er mik­ill og þá skipt­ir máli að geta sett sig í spor annarra og að koma auga á marg­vís­lega hæfi­leika sem leyn­ast í starfs­manna­hópn­um að sögn Drífu. Hún seg­ir fyr­ir­tækið líta á það sem sam­fé­lags­lega skyldu sína að taka vel á móti þeim sem flytja til lands­ins og sam­ein­ast fjöl­skyld­um sín­um. Fyr­ir­tækið vilji leggja sitt af mörk­um og sér­stök áhersla sé lögð á að gefa fólki tæki­færi til að þró­ast í starfi. „Við erum mjög meðvituð um styrk­leika fólks enda mörg störf í boði hér og horf­um við frek­ar inn á við þegar við ráðum í yf­ir­manns­stöður held­ur en að leita út fyr­ir fyr­ir­tækið. Við vilj­um vera já­kvætt fyrsta stopp og hvetja fólk áfram.“

Drífa nefn­ir að það sé sér­stak­lega aðdá­un­ar­vert að horfa til kvenn­anna í fyr­ir­tæk­inu sem marg­ar hverj­ar hafa flutt ein­ar til lands­ins með börn­in sín. „Sum­ar þeirra tala í upp­hafi hvorki ís­lensku né ensku en vinna öt­ul­lega í því að koma sér inn í ís­lenskt sam­fé­lag og starfa nú marg­ar hverj­ar í stjórn­un­ar­stöðum hjá Dög­um.“

Góð sam­skipti grunn­ur­inn að heil­brigðri fyr­ir­tækja­menn­ingu

Góð stjórn­un bygg­ist á góðum sam­skipt­um að mati Drífu en þar sem starfs­manna­hóp­ur­inn kem­ur frá 40 mis­mun­andi lönd­um hafa Dag­ar lagt áherslu á að inn­leiða lausn­ir í þeim mál­um. Þar má nefna sér­stakt Daga-app þar sem finna má hag­nýt­ar upp­lýs­ing­ar, frétt­ir, fræðslu og þjálf­un auk afþrey­ing­ar sem Drífa seg­ir nýt­ast mjög vel.

„Það eru hag­nýt­ar upp­lýs­ing­ar í Daga-app­inu okk­ar og má þar nefna sér­staka kynn­ingu sem nefn­ist Vel­kom­in til Íslands. Það eru praktísk­ar upp­lýs­ing­ar um hvernig er að flytja til lands­ins, upp­lýs­ing­ar um heil­brigðismál, leik­skóla og skóla svo eitt­hvað sé nefnt. Í for­rit­inu eru alls kon­ar flott­ir nám­spakk­ar og mikið af upp­lýs­ing­um í boði.“

Þá voru Dag­ar fyrsta fyr­ir­tækið á Íslandi til að gera sam­starfs­samn­ing um notk­un á Bara tala- smá­for­rit­inu til að efla ís­lensku­nám. „Bara tala er frá­bært app sem er ein­falt í notk­un. Við erum stolt af því að geta boðið starfs­fólki upp á þenn­an góða val­kost þar sem það get­ur lært ís­lensku á sín­um hraða.“

Sam­vinna besta leiðin til ár­ang­urs

Hátt í 90% starfs­manna Daga eru kon­ur og Drífa seg­ist afar stolt af því. „Ég hugsa oft hvað við erum hepp­in að sjá kven­fyr­ir­mynd­ir svona víða í ís­lensku sam­fé­lagi. Hjá okk­ur sjá­um við svo þenn­an mikla styrk í kon­um sem flytja frá út­lönd­um til að byggja upp gott líf fyr­ir sig og börn­in sín, þær láta sitt svo sann­ar­lega ekki eft­ir liggja. Kraft­ur­inn í þess­um kon­um er magnaður.“

Drífa seg­ir sam­vinnu teym­is­stjór­anna ganga von­um fram­ar. „Teym­is­vinn­an okk­ar á milli er eins og vel smurð vél. Það má ekki gleym­ast að störf­in sem starfs­fólk Daga sinn­ir eru gríðarlega mik­il­væg, þetta eru grunnstoðir sam­fé­lags­ins sem þurfa að vera í lagi. Við teym­is­stjór­arn­ir leggj­um mikla áherslu á að vera til staðar hver fyr­ir aðra og finna lausn­ir og tæki­færi í sam­ein­ingu. Þannig náum við ár­angri. Við töl­um aldrei um að eitt­hvað sé ekki hægt held­ur ein­blín­um við á tæki­fær­in og mögu­leik­ana. Við lyft­um hver ann­arri upp og sig­ur einn­ar okk­ar er sig­ur okk­ar allra.“

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
29
.
January
2025

Dagar eru vinnustaður í fremstu röð 2024

Dagar eru meðal þeirra vinnustaða sem uppfylla skilyrði Moodup til að hljóta viðurkenninguna „Vinnustaður í fremstu röð 2024“.

LESA FRÉTT
23
.
January
2025

Nýtt ár – nærandi upphaf

Janúar er frábær tími til að bæta vinnuumverfið. Hér eru nokkur atriði sem eru líkleg til að draga úr streitu og auka starfsánægju.

LESA FRÉTT
23
.
December
2024

Gleðilega hátíð!

Við óskum landsmönnum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári 🎄

LESA FRÉTT