Dagar hafa ráðið Pálmar Örn Þórisson, sem sviðsstjóra
Fasteignaumsjónarsviðs. Fasteignaumsjónarsvið Daga býður fasteignaeigendum upp
á alhliða umsjón fasteigna, bæði hvað varðar rekstur og tæknimál. Pálmar er
menntaður rafmagnstæknifræðingur og starfaði áður sem framkvæmdastjóri Sölu- og
markaðssviðs hjá Securitas hf. og þar á
undan sem framkvæmdastjóri Tæknisviðs Securitas.
Pálmar hefur einnig starfað hjá Frumherja og veitti þar forstöðu rafmagnssviði
sem sinnti úttektum á öryggismálum raflagna
og rafbúnaðar mannvirkja. Pálmar starfaði þar áður á verkfræðistofunni
Rafhönnun í rúman áratug við
verkfræðistörf með sérsvið í stýringum, m.a. stýringum hússtjórnarkerfa í
byggingum.
Dagar hafa ráðið Páll G. Arnar, sem sviðsstjóra
Veitingasviðs. Páll G. Arnar er Iðnaðartæknifræðingur að mennt og hefur starfað
við stjórnun í matvælafyrirtækjum og heildverslunum sl. 25 ár. Hann starfaði
sem framkvæmdastjóri hjá Eggerti Kristjánssyni frá 2014-2016 og framkvæmdastjóri
Matfangs frá 2016-2017. Páll hefur víðtæka þekkingu í uppsetningu og
eftirfylgni á gæðakerfum í matvælaframleiðslu. Páll hóf störf hjá ISS 2017 sem
Innkaupa-og verkefnastjóri og hefur nú tekið við starfi sviðsstjóra
Veitingassviðs.
Dagar hafa ráðið Óttar Kristinn Bjarnason, sem
sérfræðing á sviði Sölu- og viðskiptaþróunar. Óttar Kristinn er með BSc í viðskiptafræði frá
Háskóla Íslands og lýkur IPME vottun á D stigi í Verkefnastjórnun í maí 2018. Áður
starfaði hann sem viðskiptastjóri hjá MP Banka, sérfræðingur á alþjóðasviði
Borgunar, framkvæmdastjóri hjá True
Westfjords, sem framleiðir þorskalýsið Dropa.
Dagar hafa ráðið Stefán Jónasson, sem
deildarstjóra í sérverkefnadeild á Fasteignaumsjónasviði. Stefán hefur starfað erlendis sem
framleiðslustjóri í sjávarútvegi í 6 ár. Hann starfaði áður sem
sölustjóri hjá Ísfelli í 7 ár. Stefán er með M.Sc. í
rekstrar-/iðnaðarverkfræði frá háskólanum í Álaborg í Danmörku.
Dagar hafa endurnýjað samning sinn við íslenskunámsappið Bara tala vegna mikillar ánægju starfsfólks. Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni sem gerir notendum kleift að æfa íslensku í gegnum samtöl og fá endurgjöf í rauntíma.
Við hjá Dögum erum afar stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2024.
Heiða er 58 ára og hefur starfað sem þjónustustjóri hjá Dögum og ISS, forvera þess, frá 2008. Heiða greindist með brjóstakrabbamein árið 2021 og gekk í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð en hefur verið krabbameinslaus frá því í byrjun árs.