Finnbogi Gylfason hefur verið ráðinn fjármálastjóri Daga. Finnbogi hefur starfað sem rekstrar- og fjármálastjóri hjá ION Hotel ehf og tengdum félögum undanfarin ár og nokkur ár þar á undan sem fjármálastjóri 66°Norður.
„Ég hlakka mikið til að fá að taka þátt í þeirri framtíðarsýn sem er verið að móta fyrir félagið um þessar mundir. Dagar hf byggir á traustum grunni með samstilltan hóp starfsfólks sem verður gaman að vinna með.“
Finnbogi er viðskipta- og hagfræðingur, giftur Svönu Huld Linnet forstöðumanni fyrirtækjaráðgjafar hjá Landsbankanum og eiga þau tvö börn.
Dagar hafa endurnýjað samning sinn við íslenskunámsappið Bara tala vegna mikillar ánægju starfsfólks. Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni sem gerir notendum kleift að æfa íslensku í gegnum samtöl og fá endurgjöf í rauntíma.
Við hjá Dögum erum afar stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2024.
Heiða er 58 ára og hefur starfað sem þjónustustjóri hjá Dögum og ISS, forvera þess, frá 2008. Heiða greindist með brjóstakrabbamein árið 2021 og gekk í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð en hefur verið krabbameinslaus frá því í byrjun árs.