Finnbogi Gylfason hefur verið ráðinn fjármálastjóri Daga. Finnbogi hefur starfað sem rekstrar- og fjármálastjóri hjá ION Hotel ehf og tengdum félögum undanfarin ár og nokkur ár þar á undan sem fjármálastjóri 66°Norður.
„Ég hlakka mikið til að fá að taka þátt í þeirri framtíðarsýn sem er verið að móta fyrir félagið um þessar mundir. Dagar hf byggir á traustum grunni með samstilltan hóp starfsfólks sem verður gaman að vinna með.“
Finnbogi er viðskipta- og hagfræðingur, giftur Svönu Huld Linnet forstöðumanni fyrirtækjaráðgjafar hjá Landsbankanum og eiga þau tvö börn.
Dagar hf. hafa nú birt sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024, þar sem gerð er grein fyrir helstu markmiðum, aðgerðum og árangri fyrirtækisins í loftslags- og umhverfismálum.
Nú á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá stjórnendum og samstarfsfólki.
Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.