Opinber innkaup – drifkraftur framfara

Í viðtal við forstjóra Ríkiskaupa, Björgvin Víkingsson, í viðskiptablaði Morgunblaðsins þann 27. apríl s.l. undir yfirskriftinni „Það verða engar framfarir án breytinga“, er því lýst hvernig forstjórinn vill beita sér fyrir breyttri hugsun í því hvernig ríkið nálgast innkaup sín.  Þar talar hann um hlutverk Ríkiskaupa sem meira en stofnun sem afgreiði einungis útboð og haldi utan um rammasamninga með það að markmiði að ná fram magnafslætti. Hann sér fyrir sér framtíð þar sem hlutverk Ríkiskaupa er að veita viðskiptavinum stofnunarinnar ráðgjöf, aðstoða við að greina undirliggjandi þarfir og hvetja til nýsköpunar til að mæta þeim þörfum og ná þannig fram sem mestu virði sameiginlega. Markmiðið sé að nýta betur það fjármagn sem ríkið hefur til umráða.

Áherslur og sýn forstjóra Ríkiskaupa á samfélagið sem viðskiptavin eru í samræmi við þá knýjandi þörf, stefnu stjórnvalda og ákall til okkar allra um að taka ábyrgð á eigin hegðun og snúa við þeirri neikvæðu þróun sem við erum að hafa á vistkerfi, náttúru og umhverfi okkar.  Í ávarpi ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, á Loftslagsdeginum í Hörpu í vikunni var þessi knýjandi þörf áréttuð og skýr ásetningur stjórnvalda í að ná meiri árangri í loftslagsmálum undirstrikaður með afgerandi hætti.

Opinberir aðilar gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í að raunverulegur árangur náist í loftslagsmálum með innkaupahegðun sinni enda eru opinber innkaup stór hluti af hagkerfinu. Ríkið hefur markað sér stefnu og sett fram aðgerðaráætlun um sjálfbær innkaup.  Hið sama gildir um fjölmörg sveitarfélög og stofnanir í landinu. Enn skortir þó á að hugur fylgi máli þegar kemur að fyrirkomulagi og framkvæmd opinberra innkaupa.

Ríki og sveitarfélög eru umsvifamikil á útboðsmarkaði og mikilvægt hreyfiafl til þess að knýja á um breytingar og ná markverðum árangri í umhverfismálum, umbótum í félagslegum þáttum og stjórnarháttum (UFS) í samfélaginu okkar.  Til þess að svo megi verða þarf frumkvæði og áræði til að nýta sér það svigrúm sem þegar er til staðar m.a. í 79. og 80. gr. laga um opinber innkaup (OIL) við val á hagkvæmustu tilboðum. Markmið laganna er að tryggja jafnræði fyrirtækja, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu.

Látum innkaup hins opinbera snúast um það að skapa sem mest verðmæti, nýskapandi lausnir og samkeppni um þær útfærslur sem mæta þörfum og samfélagslegum markmiðum verkkaupa þannig að fjármagnið nýtist sem best. Útboð sem byggja á hæfi og verði, skila lágu verði.  Útboð sem byggja á verði og gæðum, skila góðu virði.  Seinni leiðin er betur til þess fallin að bæta nýtingu fjármagns, þjónustuna og samfélagið um leið.

Það verða engar framfarir án breytinga - Breytum mælistikunni.  Mælistikan þarf að mæla virði en ekki bara magn og/eða verð.  Þannig nýtir hið opinbera fjármagn sitt til raunverulegrar framfara, skapar samkeppni og hvata sem ýta undir nýsköpun sem skilar þeim árangir sem við viljum ná sem samfélag.

Við hlökkum til að taka þátt í þessari vegferð og munum áfram leggja okkur fram um að vera hreyfiafl framfara og öðrum gott fordæmi og í fararbroddi á okkar fagsviði.  Við erum meðvituð um að það verða engar framfarir án breytinga.

HAFA SAMBAND
7
.
April
2025

Sjálfbærniskýrsla Daga 2024

Dagar hf. hafa nú birt sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024, þar sem gerð er grein fyrir helstu markmiðum, aðgerðum og árangri fyrirtækisins í loftslags- og umhverfismálum.

LESA FRÉTT
7
.
April
2025

Gullna brosið afhent

Nú á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá stjórnendum og samstarfsfólki.

LESA FRÉTT
21
.
March
2025

Dagar taka sjálfbærni skrefi lengra með SURE hreinsiefnum

Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.

LESA FRÉTT