Dagar hafa tekið við veitingaþjónustu í mötuneytum SÁÁ fyrir Vog, Vík, Von og Vin.
Matreiðslumaður Daga er staðsettur í fyrirtækinu og með því skapast heimilislegt og persónulegt yfirbragð. SÁÁ er með ræstinga- og fasteignaumsjón frá Dögum en nú nýlega bættu þeir einnig veitingaþjónstu Daga við í mötuneytum sínum.
Með samhæfðum þjónustulausnum á hendi eins þjónustuaðila skapast aukin hagræðing og betri yfirsýn.
Dagar hf. hafa nú birt sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024, þar sem gerð er grein fyrir helstu markmiðum, aðgerðum og árangri fyrirtækisins í loftslags- og umhverfismálum.
Nú á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá stjórnendum og samstarfsfólki.
Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.