Dagar hafa tekið við veitingaþjónustu í mötuneytum SÁÁ fyrir Vog, Vík, Von og Vin.
Matreiðslumaður Daga er staðsettur í fyrirtækinu og með því skapast heimilislegt og persónulegt yfirbragð. SÁÁ er með ræstinga- og fasteignaumsjón frá Dögum en nú nýlega bættu þeir einnig veitingaþjónstu Daga við í mötuneytum sínum.
Með samhæfðum þjónustulausnum á hendi eins þjónustuaðila skapast aukin hagræðing og betri yfirsýn.
Dagar hafa endurnýjað samning sinn við íslenskunámsappið Bara tala vegna mikillar ánægju starfsfólks. Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni sem gerir notendum kleift að æfa íslensku í gegnum samtöl og fá endurgjöf í rauntíma.
Við hjá Dögum erum afar stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2024.
Heiða er 58 ára og hefur starfað sem þjónustustjóri hjá Dögum og ISS, forvera þess, frá 2008. Heiða greindist með brjóstakrabbamein árið 2021 og gekk í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð en hefur verið krabbameinslaus frá því í byrjun árs.