Dagar hafa séð um öll þrif hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli síðan í nóvember 2017. Á Keflavíkurflugvelli vinna Dagar eftir gæðastaðlinum INSTA 800.
Við hjá Dögum erum stolt að segja frá því að á dögunum hlaut Keflavíkurflugvöllur sérstaka viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla fyrir hreinlæti á síðasta ári en Keflavíkur flugvöllur mældist í hópi efstu 25% flugvalla í Evrópu.
Velgengni Daga er fólgin í okkar frábæra starfsfólki sem hafa hlotið sérstaka þjálfun í þrifum og þjónustu við gesti flugvallarins.
Hægt er að lesa frétt um viðurkenningu Alþjóðasamtaka inn á heimasíðu Isavia;
Dagar hf. hafa nú birt sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024, þar sem gerð er grein fyrir helstu markmiðum, aðgerðum og árangri fyrirtækisins í loftslags- og umhverfismálum.
Nú á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá stjórnendum og samstarfsfólki.
Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.