Í dag er alþjóðlegum baráttudegi kvenna fagnað og í ár er sérstök áhersla lögð á mikilvægi þess að hafna hlutdrægni og fordómum.
Jafnrétti er ekki einungis á dagskrá einu sinni á ári, heldur er það ábyrgð okkar allra að stöðugt leggja áherslu á að skapa umhverfi og samfélag þar sem jöfn staða kynjanna er sjálfsögð og gripið sé til aðgerða sem brjóta niður ójafnvægi í samfélaginu og fagna fjölbreytileika ólíkra hópa.
Hjá Dögum er meirihluti starfsfólks konur og við leggjum okkur í hvívetna fram við að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynja á vinnumarkaðinum. Við höfum skilgreint jafnréttisstefnu fyrirtækisins og fyrirtækið var eitt af þremur fyrstu fyrirtækjum á Íslandi til að fá jafnlaunavottun VR í apríl 2013. Árið 2018 fengum við jafnlaunavottun samkvæmt staðlinum IST 85:2012 en hann er sá rammi sem gildandi lög um jafnlaunavottun setja.
Styrkleiki Daga er að við erum fjölbreyttur vinnustaður þar sem meira en 40 ólík þjóðerni starfa saman af ólíkum kynjum. Þess vegna snýst fjölbreytileikinn um meira en að tryggja jafnrétti á milli kynja en einnig að tryggja jafnrétti fólks af ólíkum uppruna og þjóðernum. Við fögnum öllum fjölbreytileika, erum meðvituð um mikilvægi þess að halda réttindum ólíkra hópa á lofti og gerum betur í dag en í gær.
Til hamingju með daginn konur!
Dagar hf. hafa nú birt sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024, þar sem gerð er grein fyrir helstu markmiðum, aðgerðum og árangri fyrirtækisins í loftslags- og umhverfismálum.
Nú á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá stjórnendum og samstarfsfólki.
Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.